Ferill 291. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 291 . mál.


485. Svar



sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn Össurar Skarphéðinssonar um veiðar Belga við Ísland.

    Hve mörg belgísk skip fengu upphaflega veiðiheimildir við Ísland og hve miklar?
    Með samningi frá 28. nóvember 1975 voru tólf tilgreindum belgískum togurum veittar heimildir til togveiða á ákveðnum svæðum hér við land. Hámarksafli var ákveðinn 6.500 lestir en þar af skyldi þorskur ekki fara yfir 1.500 lestir.
    Í júní 1979 var hámarksafli lækkaður í 5.000 lestir og skyldi þorskafli ekki fara yfir 15% af heildarafla. Í júní 1981 var hámarksafli lækkaður í 4.400 lestir og skyldi þorskafli ekki fara yfir 25% af afla skips í hverri veiðiferð.

    Hve mörg skip eru eftir?
    Við gerð samnings árið 1975 var tólf skipum heimilað að stunda togveiðar eins og áður segir en þrjú skip hafa stundað veiðar hér við land í nokkur ár. Undanfarna mánuði hafa aðeins tvö skip verið að veiðum.

    Hve mikinn afla hafa belgískir togarar veitt við Ísland frá upphafi samningsins?
    Veiði Belga hér við land frá árinu 1976 hefur verið sem hér segir (í tonnum):

1976     
6.244

1977     
5.970

1978     
5.625

1979     
5.629

1980     
5.100

1981     
3.882

1982     
1.307

1983     
1.368

1984     
1.531

1985     
1.407

1986     
1.333

1987     
1.701

1988     
1.680

1989     
1.635

1990     
1.345

1991     
1.780

1992 *
    
1.015

Heildarafli samtals     
48.552


*   Miðast við októberlok.

    Hve mikinn hluta veiðiheimildar sinnar hafa togararnir veitt síðustu fimm ár?
    Síðustu fimm ár hafa heildarveiðiheimildir samtals verið 22.000 lestir, þ.e. 4.400 tonn á ári í fimm ár. Belgískir togarar hafa hins vegar aðeins veitt samtals 8.141 lest á árunum 1987–1991.