Ferill 512. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 512 . mál.


865. Frumvarp til laga



um breyting á lögum nr. 46/1991, um búfjárhald.

Flm.: Steingrímur J. Sigfússon, Árni M. Mathiesen, Ingibjörg Pálmadóttir,


Kristín Ástgeirsdóttir, Rannveig Guðmundsdóttir, Ragnar Arnalds.



1. gr.


    Við 5. gr. laganna bætist ný málsgrein er orðast svo:
     Eigendum stórgripa, þ.e. nauta og hrossa, er skylt að hafa gripi sína í vörslu allt árið og sjá til þess að þeir gangi ekki lausir á eða við þjóðvegi. Ákvæði þetta skal þó ekki hindra hagagöngu stór gripa utan girðinga þar sem tryggt þykir að af því hljótist engin hætta fyrir umferð, svo sem í heima löndum eða afréttum sem liggja hvergi að alfaraleiðum. Viðkomandi sveitarstjórn eða sveitastjórnir skulu setja í samþykktir sínar um búfjárhald, sbr. 3.–5. gr., nauðsynleg ákvæði í þessu sambandi að höfðu samráði við lögreglustjóra. Engin slík ákvæði, sem heimila hagagöngu stórgripa utan girð inga, sbr. 2. málsl. þessarar greinar, öðlast þó gildi nema landbúnaðarráðherra staðfesti þau.

2. gr.


    Lög þessi öðlast gildi 1. september 1993.

Greinargerð.


    Tíðni alvarlegra umferðaróhappa og slysa, sem rekja má til lausagöngu stórgripa á og við þjóð vegi víða um landið, er alvarlegt áhyggjuefni. Á árinu 1989 starfaði nefnd að því að kanna til hvaða ráðstafana væri unnt að grípa í því skyni að minnka umferð vörslulauss búfjár á þjóðvegum og gera tillögur til úrbóta. Nefndin var m.a. skipuð fulltrúum frá Vegagerð, Búnaðarfélagi og Umferðarráði, auk þess sem í henni sat einn bóndi, landgræðslustjóri og deildarstjóri umhverfisdeildar landbúnað arráðuneytisins.
     Ein meginniðurstaða nefndarinnar var að leggja til að lausaganga stórgripa yrði endanlega af lögð. Einn nefndarmanna hafði þó fyrirvara á um þá tillögu, sbr. skýrslu nefndarinnar sem birt er sem fskj. III með frumvarpi þessu.
     Þessi tillaga nefndarinnar náði ekki fram að ganga í sinni upphaflegu mynd heldur varð niður staðan sú með setningu nýrra laga um búfjárhald vorið 1991 að gefa sveitarstjórnum afdráttarlausar heimildir til að fyrirskipa vörslu á sínu svæði. Þótt fjölmargar sveitarstjórnir hafi brugðist við í framhaldi af setningu laganna vorið 1991, sbr. fskj. II, tíðkast lausaganga stórgripa enn á nokkrum svæðum við meiri háttar umferðaræðar og bólar ekki á aðgerðum af hálfu viðkomandi sveitar stjórna. Þetta ástand er, eins og dæmin sanna, með öllu óviðunandi og því þykir flutningsmönnum tímabært að taka af skarið.
     Í áðurnefndri skýrslu færa nefndarmenn m.a. fram eftirfarandi rök fyrir þeirri tillögu sinni að banna lausagöngu stórgripa:
    „Hrossum landsmanna hefur fjölgað á undanförnum árum. Víða eru þau í vörslu allt árið og mikið hefur dregið úr hrossabeit á afréttum. Töluvert er samt um að hross séu í lausagöngu í heimahög um og eiga þá oft greiðan aðgang að þjóðvegum.
     Staðfestar skýrslur sýna að alvarlegustu umferðarslysin, þar sem búfé á hlut að máli, eru árekstr ar ökutækja og hrossa.
     Í skýrslum frá lögreglustjóraembættum er getið um 130 umferðarslys á árunum 1986–1988, þar sem ekið hefur verið á hross og lögregla kölluð á vettvang. Óhætt er að fullyrða að töluvert fleiri óhöpp hafi orðið þar sem lögreglan er ekki alltaf kölluð á staðinn og skýrslur því ekki gerðar.
     Slys hafa orðið á mönnum, ökutæki stórskemmst eða eyðilagst og gripir drepist.
     Bótakröfur eru miklar og í flestum tilvikum eru bifreiðaeigendur gerðir ábyrgir.
     Hvað nautgripi varðar eru þeir nær undantekningarlaust í vörslu allt árið og slys af þeirra völdum eru mjög sjaldgæf. Nefndin telur hins vegar að með tilliti til búskaparhátta sé eðlilegt að um þá gildi sömu reglur og um hross.
     Mun auðveldara og ódýrara er að girða griphelda girðingu fyrir hross og nautgripi en fyrir sauð fé.
     Með hliðsjón af ofangreindu leggur nefndin til að eigendum eða umráðamönnum nautgripa og hrossa verði gert skylt að hafa gripina í vörslu allt árið, þ.e. að koma í veg fyrir lausagöngu þeirra.“
     Enn fremur segir í skýrslunni um þetta m.a.:
     „Fjölmargar sveitarstjórnir hafa notfært sér framangreindar heimildir [heimildir laga til að takmarka búfjárhald, áður búfjárræktarlög og lög um búfjárhald í kaupstöðum og kauptúnum, nú lög um búfjárhald] til takmörkunar á búfjárhaldi, en samræmingu skortir og framkvæmd reglnanna er ekki alls staðar sem skyldi. Hér er því lagt til að eigendum stórgripa, þ.e. nautgripa og hrossa, verði gert skylt að hafa þá í vörslu allt árið en áfram verði í gildi ákvæði sem heimili sveitarstjórnarmönn um að takmarka eða banna lausagöngu annars búfjár.
         Er þá til þess að líta að tjón af völdum stórgripa í umferðinni eru mun alvarlegri en tjón af völd um annars búfjár og bann við lausagöngu hrossa er nú mun víðar í gildi, bæði á afréttum og heima löndum, en bann við lausagöngu sauðfjár. Þykir nefndinni því tímabært að stíga það skref að banna alla lausagöngu stórgripa með lögum.“
         Þessar niðurstöður nefndarinnar og rökstuðningur eru enn í fullu gildi. Þó svo að fjölmargar sveitarstjórnir hafi á síðustu árum tekið á þessum málum og margar bannað lausagöngu hrossa eða stórgripa, sbr. fskj. II, tíðkast lausaganga enn á mörgum stöðum, jafnvel þar sem þjóðvegir með miklum umferðarþunga liggja eftir endilöngum sveitarfélögum.
     Á ákveðnum leiðum er það þannig að sjaldan líður svo mánuður að ekki komi til óhappa sem tengjast lausagöngu stórgripa. Er í því sambandi óhjákvæmilegt að nefna Húnavatnssýslur og Skagafjörð en þar eru óhöpp af þessu tagi hvað tíðust.
     Skylt er að geta þess að mikið hefur verið gert undanfarin ár til að ráða bót á þessu ástandi. Þannig hefur lögreglan, bæði á Sauðárkróki og Blönduósi, lagt sig fram um að fá bændur og sveitar stjórnir til samstarfs um að taka á þessum málum. Það er mat þeirra Björns Mikaelssonar, yfirlög regluþjóns á Sauðárkróki, og Kristjáns Þorbjörnssonar, yfirlögregluþjóns á Blönduósi, að ástandið hafi batnað síðustu árin þótt enn sé það óviðunandi. Upplýsingar um fjölda óhappa í viðkomandi umdæmum eru frá þeim komnar og kunna flutningsmenn þeim bestu þakkir fyrir.
    Upplýsingar um fjölda óhappa, sem tengjast búfé á landinu öllu, eru fengnar frá Vegagerð ríkis ins sem hefur unnið þær upp úr lögregluskýrslum. Allar þessar upplýsingar og töflur eru birtar í fskj. I.
     Ljóst er að í framhaldi af lagabreytingu af þessu tagi verða væntanlega breytingar á ábyrgð máls aðila ef umferðaróhöpp verða eftir sem áður vegna þess að stórgripir sleppa úr vörslu eða vörslu skylda er með öllu vanrækt. Reynir þá væntanlega á heimildir gildandi laga til að skipta tjóni, þ.e. lækka eða fella niður bætur ef sá sem fyrir tjóninu verður, í þessu tilviki eigandi stórgripsins eða gripanna, er meðvaldur að því af ásetningi eða gáleysi, sbr. 88. gr. umferðarlaga, nr. 50/1987. Með vísan til þessarar heimildar og þess að umferðarlög eru nú í endurskoðun varð það niðurstaða flutn ingsmanna að leggja ekki til breytingar á umferðarlögum að svo stöddu.
     Loks er rétt að geta þess að í frumvarpi til vegalaga, sem nú er til umfjöllunar á Alþingi, er að finna það nýmæli í 56. gr. að lausaganga alls búfjár er bönnuð á vegsvæðum þar sem girt er beggja megin vegar. Slíkt lausagöngubann á þeim vegsvæðum, sem þegar eru lokuð af með girðingum, kemur þó engan veginn í stað vörsluskylda stórgripa, óháð ástandi girðinga meðfram vegum, eins og hér er lagt til.
     Lagt er til að lögin öðlist gildi 1. september 1993 þannig að sveitarstjórnum og öðrum málsaðil um gefist nokkurra mánaða aðlögunartími að gildistöku þeirra.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1. gr.


    Lagt er til að ótvíræð vörsluskylda verði lögð á eigendur stórgripa, þ.e. í þessu sambandi naut gripa og hrossa og sérstaklega tekið fram að þeim, þ.e. eigendunum, beri að sjá til þess að slíkir grip ir gangi ekki lausir á eða við þjóðvegi. Þessi vörsluskylda skal þó ekki hindra hagagöngu stórgripa utan girðinga þar sem þannig háttar til að fullvíst og tryggt má telja að af því geti ekki stafað hætta fyrir umferð. Hægt er að hugsa sér þær aðstæður að beitarlönd liggi þannig úr alfaraleið að ekki sé nein hætta á að gripirnir komist á þjóðvegi eða í umferð sem máli skipti. Um slík tilvik skulu þá gilda sérstök ákvæði í samþykktum viðkomandi sveitarstjórna og um þau haft samráð við lögreglu stjóra. Þá skal samþykki landbúnaðarráðherra koma til, en sveitarstjórnir hafa hins vegar, sbr. 5. gr. búfjárlaga, sjálfstæða heimild til að fyrirskipa vörslu. Ekki þykir rétt að á grundvelli hennar megi nýta hið undanþæga ákvæði um hagagöngu stórgripa utan girðinga án þess að samþykki landbúnað arráðuneytis komi til.

Um 2. gr.


    Rétt þykir að gefa nokkurra mánaða aðlögunartíma bæði sveitarstjórnum og eigendum stórgripa sem kunna að þurfa að gera tilteknar ráðstafanir til að geta uppfyllt ákvæði frumvarpsins. Ekki þykir þó fært að draga það lengur en til næsta hausts að koma hinni breyttu skipan á.


Fylgiskjal I.


Upplýsingar um umferðaróhöpp sem tengjast búfé.



ÁRIÐ 1987



    Fjöldi slysa     Þar af fjöldi     Heildar-
    þar sem ekið     slysa með     fjöldi
    hefur verið     meiðslum     slysa
Svæði     á skepnur     á fólki     

Suðurland (austan Þjórsár) (sv. 2)     4     0     76
Suðurland (vestan Þjórsár) (sv. 3)     11     0     145
Reykjanes (sv. 4)     20     0     574
Vesturland (sv. 5)     26     2     199
Vestfirðir (sv. 6)     0     0     55
Norðurland vestra (sv. 7)     8     2     119
Norðurland eystra (sv. 8)     8     0     128
Austurland (sv. 9)     /     0     108

LANDIÐ ALLT     78     4     1.404

Ath. Upplýsingar Vegagerðarinnar um slys á þjóðvegum byggjast á lögregluskýrslum. Frá 1. mars 1988 hefur verið ætlast til að þeir ökumenn, sem lenda í óhöppum, skrái sjálfir upplýsingar um óhappið án aðstoðar lög reglu. Við breytinguna fækkaði því óhöppum sem Vegagerðin fær upplýsingar um.


ÁRIÐ 1988



    Fjöldi slysa     Þar af fjöldi     Heildar-
    þar sem ekið     slysa með     flöldi
    hefur verið     meiðslum     slysa
Svæði     á skepnur     á fólki     

Suðurland (austan Þjórsár)     0     0     43
Suðurland (vestan Þjórsár)     14     1     103
Reykjanes     21     2     493
Vesturland     13     0     135
Vestfirðir     0     0     72
Norðurland vestra     6     1     71
Norðurland eystra     7     0     79
Austurland     5     0     57

LANDIÐ ALLT     66     4     1.053


ÁRIÐ 1989



    Fjöldi slysa     Þar af fjöldi     Heildar-
    þar sem ekið     slysa með     fjöldi
    hefur verið     meiðslum     slysa
Svæði     á skepnur     á fólki     

Suðurland (austan Þjórsár)     7     2     51
Suðurland (vestan Þjórsár)     11     0     125
Reykjanes     23     0     360
Vesturland     18     0     128
Vestfirðir     2     0     38
Norðurland vestra     14     4     76
Norðurland eystra     6     2     70
Austurland     2     0     53

LANDIÐ ALLT     83     8     901


ÁRIÐ 1990



    Fjöldi slysa     Þar af fjöldi     Heildar-
    þar sem ekið     slysa með     fjöldi
    hefur verið     meiðslum     slysa
Svæði     á skepnur     á fólki     

Suðurland (austan Þjórsár)     13     1     57
Suðurland (vestan Þjórsár)     13     0     107
Reykjanes     18     2     329
Vesturland     26     2     129
Vestfirðir     /     /     40
Norðurland vestra     8     0     59
Norðurland eystra     6     1     64
Austurland     5     0     51

LANDIÐ ALLT     90     7     836


ÁRIÐ 1991



    Fjöldi slysa     Þar af fjöldi     Heildar-
    þar sem ekið     slysa með     fjöldi
    hefur verið     meiðslum     slysa
Svæði     á skepnur     á fólki     

Suðurland (austan Þjórsár)     5     0     47
Suðurland (vestan Þjórsár)     17     1     131
Reykjanes     13     0     315
Vesturland     11     0     151
Vestfirðir     /     0     33
Norðurland vestra     13     3     93
Norðurland eystra     5     0     53
Austurland     3     0     53

LANDIÐ ALLT     68     4     876


Upplýsingar frá lögreglunni á Blönduósi.


(16. mars 1993.)



(Tölvutækur texti ekki tiltækur.)




Fylgiskjal II.


Yfirlit yfir samþykktir sveitarfélaga um búfjárhald.



(Tölvutækur texti ekki til.)



Fylgiskjal III.


Skýrsla nefndar um búfé á vegsvæðum.


(Desember 1989.)




(Tölvutækur texti ekki til.)