Ferill 524. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 524 . mál.


882. Frumvarp til laga


um ferðaþjónustu.

Flm.: Steingrímur J. Sigfússon.


I. KAFLI

Markmið.

1. gr.

    Tilgangur laga þessara er að stuðla að þróun ferðamála með það að markmiði:
 —    Að þróa og viðurkenna ferðaþjónustu sem mikilvægan og arðgæfan atvinnuveg.
 —    Að bæta lífskjör almennings með fjölbreyttu framboði ferða á hagstæðum kjörum bæði innan lands og til annarra landa.
—    Að valda sem minnstri röskun á íslenskri náttúru og samfélagi með ferðamennsku.
 —    Að hafa jákvæð áhrif á viðskiptajöfnuð landsmanna.
 —    Að auka fjölbreytni atvinnulífs í landinu og nýta vaxtarmöguleika ferðaþjónustunnar.
 —    Að renna stoðum undir þróun byggðar sem víðast á landinu.
 —    Að stuðla að því að sem flestir geti notið ferðalaga og útivistar við góðar aðstæður.
 —    Að hvetja Íslendinga til ferðalaga um eigið land til að efla þekkingu sína á náttúru þess, sögu og menningu.

II. KAFLI

Stjórn ferðamála.

2. gr.

    Samgönguráðuneytið fer með yfirstjórn þeirra mála er lög þessi taka til. Ráðuneytið annast tengsl vegna ferðamála innan stjórnkerfisins og leitar eftir samstarfi við önnur ráðuneyti eftir því sem við á.

3. gr.

    Halda skal ferðaþing árlega. Það er ráðgefandi samkoma um málefni ferðaþjónustunnar, gerir tillögur um breytingar á opinberri ferðamálastefnu og annað er lýtur að þróun ferðamála. Þingið kýs aðal- og varafulltrúa í Ferðamálaráð, sbr. 4. gr.
    Ferðaþing sitja fulltrúar frá hagsmunasamtökum, fyrirtækjum, samtökum neytenda og samtök um launafólks í ferðaþjónustu. Einnig hafa seturétt fulltrúar opinberra aðila sem tengjast ferðaþjón ustu, umhverfisvernd, menntunarmálum og rannsóknum á sviði ferðamála. Heimilt er öðrum að fylgjast með störfum þingsins sem áheyrnarfulltrúar.
    Nánar skal kveðið á um ferðaþing í reglugerð sem samgönguráðherra setur. Í henni skal m.a. kveðið á um rétt aðila til að tilnefna fulltrúa á þingið, réttindi þeirra á þinginu og um helstu verkefni þess.
    

4. gr.

    Ferðamálaráð er tengiliður hins opinbera og ferðaþjónustu. Það vinnur að málefnum atvinnu greinarinnar undir yfirstjórn samgönguráðuneytis.
    Ferðamálaráð er skipað níu mönnum og jafnmörgum til vara. Ráðherra skipar formann ráðsins til tveggja ára og varamann hans sem jafnframt er varaformaður. Varaformaður situr fundi ráðsins með málfrelsi og tillögurétti og tekur sæti formanns í forföllum hans.
    Á ferðaþingi eru valdir átta fulltrúar í Ferðamálaráð til tveggja ára í senn, þar af fjórir samkvæmt tilnefningu, en fjórir kosnir óhlutbundinni kosningu. Félag íslenskra ferðaskrifstofa, Flugleiðir hf., Náttúruverndarráð og Samband veitinga- og gistihúsa tilnefna einn mann hvert í ráðið, svo og vara menn þeirra. Tilkynna skal nöfn þessara fulltrúa til kjörnefndar á ferðaþingi.
    Kjósa skal á ferðaþingi í óhlutbundinni kosningu fjóra fulltrúa í ráðið, tvo hvert ár, og skulu þeir vera í forsvari fyrir aðra en þá sem tilnefna í ráðið. Varamenn þeirra eru kosnir á sama hátt.
    Samtök, sem tilnefna fulltrúa í Ferðamálaráð, standa straum af kostnaði við störf þeirra í ráðinu. Kostnaður vegna annarra fulltrúa greiðist af Ferðamálaráði.

5. gr.

    Ferðamálaráð starfar að þróun ferðaþjónustu í samræmi við markaða ferðamálastefnu með að stoð skrifstofu ferðamála og ferða- og upplýsingamiðstöðva í kjördæmum landsins, sbr. 7. og 9. gr.
    Verkefni ráðsins eru einkum eftirtalin:
     1 .     Að gera árlega tillögur til ráðherra um ráðstöfun fjár til helstu málaflokka og ákvarða síðan skiptingu þess til einstakra verkefna.
     2 .     Að starfa að landkynningar- og markaðsmálum í þágu ferðaþjónustu í samvinnu við aðra.
     3 .     Að vinna að umhverfis- og skipulagsmálum vegna ferðaþjónustu í samvinnu við hlutaðeigandi aðila, sbr. 11. gr.
     4 .     Að örva rannsóknir og þróunarstarf í þágu ferðamála.
     5 .     Að vera ráðgefandi um námsframboð og þjálfun fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu í samvinnu við hagsmunasamtök og fræðsluyfirvöld.
     6 .     Að kanna réttmæti kvartana um misbresti á þjónustu við ferðamenn.
     7 .     Að miðla upplýsingum um hagtölur, samkeppnisstöðu og rekstrarskilyrði ferðaþjónustu.
     8 .     Að annast tengsl við ferðamálasamtök, áhugafélög og björgunarsveitir.
     9 .     Að undirbúa ferðaþing í samræmi við reglugerð.
     10 .     Að halda ráðstefnur um afmörkuð málefni sem snerta atvinnugreinina.
     11 .     Að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi um ferðaþjónustu.

6. gr.

    Ráðherra skipar framkvæmdastjóra Ferðamálaráðs til fimm ára að fenginni umsögn ráðsins og ber hann starfsheitið ferðamálastjóri. Hann er jafnframt forstöðumaður skrifstofu ferðamála, sbr. 7. gr. Ferðamálastjóri situr fundi Ferðamálaráðs með málfrelsi og tillögurétti.

7. gr.

    Skrifstofa ferðamála starfar á vegum Ferðamálaráðs og sinnir verkefnum í umboði þess.
    Ferðamálastjóri veitir skrifstofu ferðamála forstöðu og ber ábyrgð á daglegum rekstri. Ferða málastjóri ræður starfsmenn skrifstofu ferðamála að höfðu samráði við Ferðamálaráð.
    Í reglugerð skal kveðið á um skipulag skrifstofunnar og gjöld sem ákveðin kunna að verða fyrir þjónustu hennar.

8. gr.

    Ferðamálaráð skal leita samstarf við utanríkisráðuneytið og Útflutningsráð Íslands um land kynningu og markaðsmál erlendis. Halda skal reglulega samráðsfundi Ferðamálaráðs og þessara aðila.

9. gr.

    Í því skyni að treysta þróun og uppbyggingu ferðaþjónustu er Ferðamálaráði heimilt að gerast meðeigandi og taka þátt í rekstri ferða- og upplýsingamiðstöðva er komið verði á fót í kjördæmum landsins, enda liggi fyrir samkomulag um skipan slíkrar starfsemi í viðkomandi kjördæmi í heild. Frumkvæði að stofnun miðstöðvanna er í höndum ferðamálasamtaka landshlutans, samtaka sveitar félaga og annarra aðila eftir atvikum. Heimilt er að láta starfsemi þessara miðstöðva ná yfir fleiri en eitt kjördæmi.
    Hlutverk miðstöðvanna er m.a. að hafa með höndum ráðgjöf og þróunarstarfsemi í þágu ferða mála, miðlun upplýsinga og tengsl við sveitarstjórnir og samtök þeirra. Slíkar miðstöðvar skulu starfa samkvæmt stofnsamningi og hafa sjálfstæðan fjárhag.

10. gr.

    Ákveði ferðamálasamtök landshluta að ráða ferðamálafulltrúa til starfa á sínum vegum er heim ilt að greiða úr ríkissjóði framlag vegna starfa þeirra. Framlagið miðast við launakostnað vegna starfa eins manns í kjördæmi.

11. gr.

    Ferðamálaráð hlutast til um að komið verði á samstarfi við opinberar stofnanir um verndun fjöl sóttra ferðamannastaða, einkum við Hollustuvernd ríkisins, Náttúruverndarráð, Skipulag ríkisins, Skógrækt ríkisins og Vegagerð ríkisins. Þessir aðilar mynda með sér samstarfsnefnd og er hlutverk hennar að gera tillögur um skipulag og verndun fjölsóttra ferðamannastaða og fjárveitingar til nauð synlegra framkvæmda. Nefndin skal hafa samráð við hlutaðeigandi sveitarstjórn eftir því sem við á.
    Ráðherra er heimilt að fenginni tillögu nefndarinnar að takmarka aðgang að fjölsóttum stöðum eða láta loka þeim fyrir nýtingu í atvinnuskyni uns gerðar hafa verið nauðsynlegar úrbætur í þágu náttúruverndar.

III. KAFLI

Fjármögnun ferðamála.

12. gr.

    Starfsemi Ferðamálaráðs skal m.a. fjármögnuð með sérstöku gjaldi er nemur eigi minna en 10% af árlegri vörusölu fríhafna í landinu. Fríhafnir skulu greiða gjald þetta beint til Ferðamálaráðs af sölu hvers mánaðar og fellur það í gjalddaga eigi síðar en 15 dögum eftir lok mánaðarins. Af þessum tekjum skal Ferðamálaráð fjármagna starfsemi sína aðra en laun og almennan kostnað vegna aðal skrifstofu sem skal greitt úr ríkissjóði samkvæmt fjárlögum.

13. gr.

    Ferðamálaráði er heimilt að setja það skilyrði fyrir fjárhagslegri þátttöku í einstökum verkefn um, m.a. á sviði landkynningar og markaðsmála, að framlög komi frá hagsmunaaðilum.

14. gr.

    Starfrækja skal Ferðamálasjóð sem stofnlánasjóð ferðaþjónustunnar. Sjóðurinn er eign ríkisins og lýtur stjórn samgönguráðherra.
    Ferðamálasjóður er undanþeginn öllum sköttum til ríkis og sveitarfélaga, svo og stimpilgjöldum af lánsskjölum varðandi eigin lántökur sjóðsins en ekki af útlánsskjölum.
    Sjóðstjórn tekur ákvarðanir um vistun sjóðsins og vörslu að höfðu samráði við ráðherra.
    Reikningar Ferðamálasjóðs skulu endurskoðaðir af Ríkisendurskoðun.

15. gr.

    Samgönguráðherra skipar þrjá menn í stjórn Ferðamálasjóðs til tveggja ára í senn. Þar af skal Ferðamálaráð tilnefna tvo menn, en samgönguráðherra skipar formann án tilnefningar. Varamenn eru skipaðir á sama hátt.

16. gr.

    Tekjur Ferðamálasjóðs eru:
     a .     Framlag úr ríkissjóði eins og ákveðið er í fjárlögum hverju sinni.
     b .     Tekjur af starfsemi sjóðsins.

17. gr.

    Ferðamálasjóði er heimilt að fengnu samþykki ríkisstjórnarinnar að taka lán til starfsemi sinnar, annaðhvort í eigin nafni eða fyrir milligöngu annarra, þannig að hann geti á viðunandi hátt gegnt hlutverki sínu.
    Fjármálaráðherra er heimilt að ábyrgjast slík lán fyrir hönd ríkissjóðs.

18. gr.

    Fé Ferðamálasjóðs má ráðstafa á eftirgreindan hátt:
     1 .     Lán til framkvæmda á vegum einkaaðila og opinberra aðila gegn fullnægjandi tryggingu.
     2 .     Lán til annarra þátta ferðamála en greinir í 1. tölul., enda sé með þeim stuðlað að þróun íslenskra ferðamála.
     3 .     Framlög í formi hlutafjár til uppbyggingar í ferðaþjónustu.
    Samþykktir stjórnar Ferðamálasjóðs skulu reglubundið kynntar Ferðamálaráði.
    Stjórn Ferðamálasjóðs skal hafa samráð við Ferðamálaráð um almenna útlánastefnu og tilkynna skal ráðinu um lánveitingar úr sjóðnum hverju sinni.

19. gr.

    Lán úr Ferðamálasjóði skulu veitt til allt að 40 ára og mega vera afborgunarlaus fyrstu tvö árin.
    Ráðherra ákveður vexti og önnur kjör þeirra lána er sjóðurinn veitir.

20. gr.

    Ferðamálasjóður skal starfrækja áhættulánadeild sem veitir lán til þróunarverkefna í ferðaþjón ustu samkvæmt ákvörðun sjóðstjórnar að höfðu samráði við Ferðamálaráð.

21. gr.

    Telji Ferðamálaráð að heimavist skóla, sem ríkissjóður kostar að einhverju leyti, henti til starf rækslu sumargistihúss getur það farið fram á að byggingarteikningum sé hagað svo að húsnæðið fullnægi þeim kröfum sem gerðar eru til rekstrar gistihúss. Menntamálaráðuneytið skal í þessu skyni kynna skrifstofu ferðamála byggingaráform um heimavistir og leita álits hennar á þeim á frumstigi hönnunar.
    Ferðamálaráð skal leitast við að hafa áhrif á hönnun annarra mannvirkja þannig að tekið sé tillit til ferðaþjónustu eftir því sem við á.

IV. KAFLI

Ferðamiðlun.

22. gr.

    Ferðamiðlun er í lögum þessum samheiti yfir ferðaskrifstofur, ferðaskipuleggjendur, ferðaum boðssala og upplýsinga- og bókunarþjónustu:
     1 .     Ferðaskrifstofa er fyrirtæki, félag eða einstaklingur sem tekur að sér að veita í atvinnuskyni alla almenna þjónustu við miðlun ferða, gistingar og frístundaiðju og selur almenna farseðla.
     2 .     Ferðaskipuleggjandi er fyrirtæki, félag eða einstaklingur sem skipuleggur ferðir hópa eða einstaklinga og býður ferðaskrifstofum til umboðssölu. Einnig fyrirtæki sem annast móttöku hópa eða einstaklinga og skipuleggur fyrir þá dvöl og frístundaiðju eða fundi og ráðstefnur og þjón ustu tengda þeim en annast að öðru leyti hvorki almenna farmiðasölu né umboðssölu.
     3 .     Ferðaumboðssali er fyrirtæki, félag eða einstaklingur sem annast sölu farmiða og ferðaþjónustu í umboði löggiltrar ferðaskrifstofu eða samgöngufyrirtækis og á ábyrgð þess.
     4 .     Upplýsinga- og bókunarkerfi merkir í lögum þessum fyrirtæki sem á eða rekur tölvukerfi er veitir milliliðum og kaupendum ferðaþjónustu upplýsingar um framboð seljenda og/eða tekur við bókunum.
    Samgönguráðuneytið sker úr ef ágreiningur verður um hvort starfsemi telst falla undir ofan greindar skilgreiningar, svo og um það hvort um ferðamiðlunarstarfsemi er að ræða í skilningi laga þessara.

23. gr.

    Engum er heimilt að stunda þau störf er greinir í 1. og 2. tölul. 22. gr. eða nota í nafni fyrirtækja eða auglýsingum orðin ferðaskrifstofa eða ferðaskipuleggjandi eða hliðstæð erlend heiti nema hafa til þess leyfi ráðherra.
    Hver sá, sem vill reka slíkt fyrirtæki, skal sækja um leyfi til ráðuneytisins. Leita skal umsagnar Ferðamálaráðs um allar slíkar umsóknir. Skal ráðið ganga úr skugga um að skilyrðum laga og reglu gerða sé fullnægt. Leyfi til rekstrar skal gefið út til tiltekins tíma, eins árs hið minnsta, fimm ára hið mesta í senn.

24. gr.

    Leyfi til starfsemi á sviði ferðamiðlunar eru eftirfarandi:
    a. Leyfi fyrir ferðaskrifstofur.
    b. Leyfi fyrir ferðaskipuleggjendur.
    Skilyrði fyrir leyfi er að forstöðumaður ferðamiðlunar hafi fjárræði og forræði á búi sínu, sé ís lenskur ríkisborgari eða búsettur á Íslandi og hafi verið það í að minnsta kosti þrjú ár og hafi víðtæka þekkingu á ferðaþjónustu.
    Það skal einnig vera skilyrði fyrir leyfi að a.m.k. einn starfsmaður ferðaskrifstofunnar hafi hald góða þekkingu í útgáfu ferðaskjala og hafi starfsreynslu úr ferðamiðlun.
    Leyfi má veita félagi eða fyrirtæki enda sé það að meiri hluta í eigu Íslendinga og stjórnin inn lend og hafi aðsetur hér á landi. Gilda um slíka ferðamiðlun sömu ákvæði og að ofan greinir.
    Setja skal í reglugerð nánari ákvæði um ferðamiðlun, m.a. um opnunartíma.

25. gr.

    Ferðaskrifstofa, ferðaskipuleggjandi eða samtök slíkra aðila skulu leggja fram tryggingu fyrir rekstraröryggi og neytendavernd sem ráðherra metur nægjanlega.

26. gr.

    Leyfi til reksturs ferðaskrifstofu skv. 24. gr. fellur niður:
     a .     Ef skilyrðum 24. gr. er ekki lengur fullnægt.
     b .     Ef leyfishafi verður gjaldþrota eða er sviptur fjárræði.
     c .     Ef reksturinn fullnægir ekki öðrum þeim kröfum sem ráðherra setur.
     d .     Ef forstöðumaður fyrirtækis flyst af landi brott, lætur af störfum eða andast nema ráðinn sé nýr forstöðumaður sem uppfyllir skilyrði laga þessara innan þess frests sem ráðuneytið setur.

27. gr.

    Ferðaumboðsaðili skal starfa á ábyrgð ferðaskrifstofu eða samgöngufyrirtækis. Ferðaumboðs sala er ekki heimilt að skipuleggja ferðir fyrir hópa og einstaklinga né annast móttöku ferðamanna án slíkrar ábyrgðar.

28. gr.

    Almenn tölvustýrð upplýsinga- og bókunarkerfi ætluð fyrir ferðaþjónustu skulu vera opin öllum seljendum sem þess óska. Kerfin skulu vera hlutlaus og ekki mismuna seljendum. Ráðherra er heim ilt að setja reglur um slíka starfsemi.

29. gr.

    Ráðuneytið setur reglur um á hvern hátt sérleyfishöfum er heimilt að skipuleggja og selja ferðir á eigin leiðum þannig að fæði og næturgisting fylgi. Binda má slíka heimild tilteknum skilyrðum um hreinlætisaðstöðu og annan aðbúnað, svo og tryggingarfé.
    Ráðuneytið ákveður einnig að hve miklu leyti starfsemi íslenskra ferðafélaga fellur undir ákvæði laga þessara.

30. gr.

    Ráðherra er heimilt að ákveða að þeir sem skipuleggja hópferðir um Ísland skuli samkvæmt nán ari reglum, sem settar yrðu þar að lútandi, kaupa tryggingu hjá viðurkenndu tryggingafélagi vegna kostnaðar sem hljótast kynni af leit eða björgun farþega sem ferðast á þeirra vegum.

31. gr.

    Þeir sem skipuleggja hópferðir um Ísland í atvinnuskyni skulu að jafnaði hafa í ferðum sínum menn með íslensk leiðsögumannaréttindi samkvæmt frekari ákvæðum í reglugerð. Ráðherra getur veitt undanþágu frá þessu ákvæði ef sérstakar ástæður bjóða.

V. KAFLI

Veitinga- og gististaðir og afþreyingarþjónusta.

32. gr.

    Ákvæði þessa kafla taka til sölu á gistingu, sölu veitinga annarra en áfengis og leigu á samkomu sölum í atvinnuskyni.
    Enginn má stunda rekstur skv. 1. mgr. nema hafa til þess leyfi.
    Þá er í kaflanum kveðið á um skráningarskyldu fyrirtækja er leigja út tæki eða hafa í boði afþrey ingu, m.a. fyrir ferðamenn.

33. gr.

    Til þess að öðlast leyfi skv. 32. gr. þarf umsækjandi að:
     a .     vera fjárráða,
     b .     hafa forræði á búi sínu,
     c .     vera búsettur á Íslandi og hafa verið það sl. þrjú ár.
    Leyfi samkvæmt þessum kafla má veita félagi fullnægi ábyrgðarmaður þess ofangreindum skil yrðum.

34. gr.

    Lögreglustjóri veitir leyfi skv. 1. gr. að fenginni umsögn sveitarstjórnar, eldvarnaeftirlits, heil brigðisnefndar og vinnueftirlits.
    Leyfið er veitt til allt að fjögurra ára í senn og fellur þá úr gildi nema endurnýjað hafi verið í kjöl far umsóknar. Leyfið skal vera bundið við stað og nafn og er ekki framseljanlegt.
    Synja má leyfisumsókn geri sérstakar aðstæður starfsemina óæskilega. Umsækjanda skal til kynnt slík ákvörðun skriflega og ástæður tilgreindar.
    Synjun eða veitingu leyfis má skjóta til samgönguráðuneytis.

35. gr.

    Verði leyfishafi eða fyrirtæki sem hann er í ábyrgð fyrir gjaldþrota er þrotabúi heimilt að halda starfsemi áfram meðan á skiptum stendur. Andist leyfishafi er dánarbúi leyfishafa eða erfingjum heimilt að halda starfsemi í allt að eitt ár eftir andlát leyfishafa án nýs leyfis. Taki nýr aðili við rekstri sem leyfi þarf til samkvæmt lögum þessum skal sótt um nýtt leyfi.
    Meðan umsókn er til afgreiðslu gildir fyrra leyfi.

36. gr.

    Lögreglustjóra er heimilt að innkalla til lengri eða skemmri tíma leyfi er hann hefur veitt:
     a .     ef skilyrðum 2. gr. er ekki lengur fullnægt,
     b .     ef leyfishafi hefur verið dæmdur til refsingar fyrir brot gegn lögum þessum eða reglum sem settar eru samkvæmt þeim.
    Úrskurði lögreglustjóra um innköllun leyfis má skjóta til ráðuneytis innan 14 daga frá upp kvaðningu og heldur leyfishafi rétti sínum óskertum þar til úrskurður ráðuneytis er fenginn. Kæru frestur telst frá þeim degi er leyfissvipting var tilkynnt leyfishafa skriflega.

37. gr.

    Samgönguráðherra setur með reglugerð ákvæði um flokkun veitinga- og gististaða þar sem m.a. skulu koma fram kröfur um þjónustu og neytendavernd. Nafngiftir gisti- og veitingastaða sam kvæmt reglugerðinni skulu gefa vísbendingu um þá þjónustu sem í boði er.

38. gr.

    Afþreyingarþjónusta, sem rekin er í atvinnuskyni fyrir ferðamenn, svo sem hesta-, hjóla-, báta- eða vélsleðaleigur og skemmtigarðar, skal sækja um skráningu til ráðuneytisins. Ráðherra setur reglugerð um starfsemi afþreyingarþjónustu þar sem m.a. eru ákvæði um hollustu-, öryggis- og gæðakröfur, tryggingar, eftirlit og annað er lýtur að neytendavernd.

39. gr.

    Lögreglustjóri heldur skrá yfir veitt leyfi og skráningarskyldan rekstur samkvæmt ákvæðum þessa kafla. Á skránni skal vera nafn leyfishafa eða forstöðumanns fyrirtækis, hvar starfsemin er rekin, hvenær leyfi var afhent, hvenær það gekk í gildi og annað það er ráðuneytið kann að ákveða.

VI. KAFLI

Eftirlit og upplýsingaskylda.

40. gr.

    Almennt eftirlit með framkvæmd laga þessara, þar með töldum leyfisveitingum, er á hendi sam gönguráðuneytis í samvinnu við hlutaðeigandi embætti, stofnanir og samtök.

41. gr.

    Um eftirlit með veitinga- og gististöðum fer samkvæmt lögum og reglugerðum um hollustuhætti og heilbrigðismál, lögum um eftirlit með aðbúnaði, hollustuháttum og öryggi á vinnustöðum og lög um um brunavarnir og brunamál.

42. gr.

    Kvörtunarnefnd ferðaþjónustu tekur við rökstuddum aðfinnslum neytenda í garð fyrirtækja í ferðaþjónustu og úrskurðar í ágreiningsmálum. Nefndin skal skipuð þremur fulltrúum: Einum til nefndum af Neytendasamtökunum, einum af hagsmunasamtökum viðkomandi fyrirtækis og odda manni sem skipaður er af samgönguráðherra. Úrskurðir nefndarinnar eru bindandi. Fyrirmæli um starfssvið og starfshætti nefndarinnar skulu sett í reglugerð. Skrifstofa ferðamála skal veita nefnd inni aðstoð í störfum hennar.

43. gr.

    Allir þeir, sem undir þessi lög falla, skulu veita stjórnvöldum upplýsingar samkvæmt nánari fyr irmælum Hagstofu Íslands eða ráðuneytis. Slíkar upplýsingar skulu einungis notaðar til könnunar og skipulagningar á ferðaþjónustunni sem atvinnugrein.

44. gr.

    Fyrirtækjum, sem starfa samkvæmt lögum þessum, er skylt að láta ráðuneytinu í té endurskoð aða ársreikninga sína eftir því sem óskað kann að verða.

VII. KAFLI

Ýmis ákvæði.

45. gr.

    Nafn á fyrirtæki og/eða atvinnustarfsemi samkvæmt lögum þessum skal falla að hljóðkerfi og beygingum í íslensku máli.
    Ágreiningi, sem rísa kann út af nafni, má skjóta til örnefnanefndar.

46. gr.

    Ráðherra er heimilt að ákveða að fenginni umsögn Ferðamálaráðs að greitt skuli sanngjarnt gjald fyrir þjónustu sem veitt er á stöðum í umsjá ríkisins enda sé fé það, sem þannig safnast, að frádregn um innheimtukostnaði notað til verndar, fegrunar og snyrtingar viðkomandi staðar og til að bæta aðstöðu til móttöku ferðamanna.
    Ákvæði þessi taka þó ekki til þjóðgarða eða annarra svæða á vegum Náttúruverndarráðs nema samþykki þess komi til.

47. gr.

    Ráðherra setur með reglugerðum nánari reglur um framkvæmd laga þessara. Við undirbúning þeirra skal haft samráð við hlutaðeigandi samtök og stofnanir eftir því sem við á.

48. gr.

    Brot gegn lögum þessum og reglugerðum, settum með heimild í þeim, varða sektum nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum.
    Með brot gegn lögunum skal fara að hætti opinberra mála.

49. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda 1. janúar 1994. Þá falla úr gildi lög um skipulag ferðamála, nr. 79/1985, og lög um veitinga- og gististaði, nr. 67/1985.

Ákvæði til bráðabirgða.

I.

    Gistihúsa- og veitingaleyfi samkvæmt ákvæðum eldri laga um veitinga- og gististaði skulu halda gildi sínu þann tíma sem þau kveða á um.

II.

    Endurnýja skal leyfi til rekstrar ferðaskrifstofa, sem gefin eru út samkvæmt ákvæðum laga nr. 79/1985, með umsókn til ráðuneytis fyrir árslok 1993. Leyfi gefin út samkvæmt eldri lögum halda gildi sínu uns afstaða ráðuneytis til nýrra umsókna liggur fyrir.

III.

    Þrátt fyrir ákvæði laganna skal Ferðamálaráð starfa samkvæmt eldri lögum þar til fyrsta ferða þing, sbr. 3. gr., hefur verið haldið og skal það gerast á fyrri hluta árs 1994.
    Við upphaf fyrsta ferðaþings tilkynnir ráðherra um skipun formanns og varaformanns Ferða málaráðs til tveggja ára.

IV.

    Þrátt fyrir ákvæði 4. gr. þess efnis að á ferðaþingi skuli kjósa í „óhlutbundinni kosningu fjóra fulltrúa í ráðið, tvo hvert ár, . . .  “ skal á fyrsta ferðaþingi kjósa fjóra fulltrúa, þar af tvo aðeins til eins árs.

Greinargerð.

     Frumvarp þetta var áður flutt sem stjórnarfrumvarp á 113. löggjafarþingi árið 1990 en náði þá ekki fram að ganga. Frumvarpið beið 2. umræðu í seinni deild, efri deild, en hafði áður verið sam þykkt samhljóða í neðri deild.
    Í svari við fyrirspurn frá flutningsmanni fyrir nokkrum dögum upplýsti samgönguráðherra að ekki væri í vændum frumvarpsflutningur af hans hálfu varðandi málefni ferðaþjónustunnar og fylgdi sú skýring af hálfu ráðherra að ekki hefði náðst samkomulag milli hans og fjármálaráðherra um fjárhagshlið slíkrar endurskoðunar laga um ferðamál. Enn fremur upplýsti ráðherra að ekki stæði til af sinni hálfu að nýta þá vinnu sem lá að baki þingmálinu um ferðamál í tíð fyrri ríkisstjórn ar.
    Í ljósi þessara aðstæðna hefur flutningsmaður ákveðið að leggja frumvarp þetta fyrir þingið á nýjan leik. Með öllu er ótækt að ágreiningur í ríkisstjórn eða milli ráðuneyta valdi því að brýn endurskoðun á lagaákvæðum um ferðamál frestist ár eftir ár.
    Fjárhagsmál eða fjárveitingar til ferðamála eru aðeins einn þáttur af mörgum sem taka þarf á og ótækt að öll málefni greinarinnar frjósi föst vegna ágreinings ráðherra um þann þátt.
    Eins og fram kemur í greinargerðinni sem hér fer á eftir og fylgdi frumvarpinu á sínum tíma lá þar að baki mikið starf og fulltrúar úr öllum stjórnmálaflokkum og frá öllum helstu hagsmunaaðilum lögðu þar hönd á plóginn og nokkuð víðtæk samstaða hafði tekist um málið. Það er von flutningsmanns að með frumvarpinu komist þessi mál á dagskrá á nýjan leik. Ljóst er að ferðaþjónustan þarf nú á stuðningi að halda ef vonir manna um áframhaldandi vöxt greinarinnar og auknar tekjur eiga að rætast. Á síðastliðnu ári drógust gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu saman í fyrsta sinn um langt árabil og erlendum ferðamönnum fækkaði. Á sama tíma er ríkisstjórnin að ákveða nýja skattlagningu í formi virðisaukaskatts á margar greinar innan ferðaþjónustunnar.
     Að öllu samanlögðu er meira en tímabært að taka málefni ferðaþjónustunnar á dagskrá og þar sem nú liggur fyrir að ekki er að vænta neins frumkvæðis frá ríkisstjórninni í þeim efn um er frumvarpið nú flutt. Því fylgdi á sínum tíma svohljóðandi greinargerð:

1. Undirbúningur frumvarpsins.

    Frumvarp þetta er undirbúið af nefnd sem samgönguráðherra skipaði 1. júní 1990 og köll uð hefur verið ferðamálanefnd samgönguráðuneytisins. Verkefni nefndarinnar samkvæmt skipunarbréfi voru eftirtalin:



(Tölvutækan texta vantar.)



    Nefndin taldi ekki rétt að kveða fastar á um slíkt í lögum þar eð hugmyndir um þetta eru enn umdeildar og lítt mótaðar. Æskilegt er m.a. að afla fyllri upplýsinga en fyrir liggja um gjaldtöku á ferðamannastöðum erlendis, ekki síst annars staðar á Norðurlöndum.
    Gert er ráð fyrir að lögin taki strax gildi og komi til framkvæmda frá ársbyrjun 1994 að telja. Tíminn fram að því yrði m.a. notaður til að kynna efni laganna og undirbúa reglugerðir. Kveðið er á um að fyrsta ferðaþing skuli haldið fyrri hluta árs 1994 og að því búnu ætti nýtt Ferðamálaráð þá að taka til starfa.

Um 49. gr.

    Miðað er við að frumvarpið verði þegar að lögum. Framkvæmd laganna verði undirbúin á árinu 1993, m.a. reglugerðir er setja þarf. Að því búnu koma lögin til framkvæmda í ársbyrjun 1994, sbr. einnig ákvæði til bráðabirgða.