Ferill 26. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 26 . mál.


922. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á tollalögum, nr. 55/1987, og lögum nr. 97/1987, um vörugjald, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (VE, GuðjG, SP, IBA, SigG).


    Við 1. gr. Við greinina bætist nýr liður, c-liður, er orðist svo:
                  16. tölul. 1. mgr. orðast svo: Að fella niður toll af vélum, tækjum, rafmagnsvörum og öðrum fylgihlutum sem ætlaðir eru til nota í flugvélum og skipum. Sama gildir um hluti sem ætlaðir eru til viðgerða eða annarrar aðvinnslu flugvéla og skipa.
    Við 2. gr. Í stað orðanna „þegar slík gjaldtaka er óheimil, sbr. 2. mgr.“ í 2. málsl. 5. efnismgr. komi: þegar verðjöfnunargjald er lagt á vöruna.
    Við 4. gr.
         
    
    Við 2. tölul. bætist nýr málsliður er orðist svo: Ráðherra er heimilt að lækka almennan toll í dálki A í sömu köflum í allt að 7,5%.
         
    
    3. tölul. orðist svo: Tollur á vörum í tollskrárnúmerunum 8431.4200 og 8431.4300 fellur brott.
         
    
    4. tölul. orðist svo: Tollur á vörum í vörulið 8426 fellur niður.
    Á eftir 5. gr. komi tvær nýjar greinar er orðist svo:
         
    
    (6. gr.)
                            Við 5. gr. laganna bætist ný málsgrein er orðast svo:
                            Ráðherra getur með reglugerð ákveðið að gjaldstofn tilgreindra innfluttra vöruflokka skuli ákveðinn í samræmi við ákvæði 6. gr.
         
    
    (7. gr.)
                            Við 1. mgr. 6. gr. laganna bætist nýr málsliður er orðast svo: Ef framleiðandi eða heildsali vöru er jafnframt smásali hennar eða heildsöluverð vöru liggur ekki fyrir af öðrum ástæðum geta skattyfirvöld metið hvað telja skuli eðlilegt heildsöluverð vörunnar. Við slíkt mat skulu skattyfirvöld taka mið af því sem almennt gerist í slíkum viðskiptum milli óskyldra aðila.
    Við 6. gr. Greinin orðist svo:
                  Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. laganna:
         
    
    2. málsl. 3. mgr. orðast svo: Gjalddagi er fimmti dagur þriðja mánaðar eftir lok uppgjörstímabils vegna sölu eða afhendingar á því tímabili.
         
    
    Í stað 5. mgr. komi tvær nýjar málsgreinar er orðast svo:
                            Álag skv. 4. mgr. skal vera 2% af þeirri upphæð sem vangreidd er, fyrir hvern byrjaðan dag eftir gjalddaga, þó ekki hærra en 20%.
                            Sé vörugjald ekki greitt innan mánaðar frá gjalddaga skal greiða ríkissjóði dráttarvexti af því sem gjaldfallið er. Dráttarvextir eru þeir sömu og Seðlabanki Íslands ákveður samkvæmt lögum nr. 36/1986.
    Við 8. gr. Fyrri málsliður orðist svo: Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 1993 en þó ekki fyrr en samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið tekur gildi að því er Ísland varðar.
    Við ákvæði til bráðabirgða.
         
    
    Í stað orðanna „fyrir 15. janúar 1993“ komi: innan 15 daga frá því að lög þessi öðlast gildi.
         
    
    Við greinina bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                            Þrátt fyrir ákvæði 8. gr. taka lög þessi gildi þegar í stað að því er varðar niðurfellingu vörugjalds á vörum í eftirfarandi tollskrárnúmerum:
    2523.1000     4403.3500     7003.1100     7009.9100     7214.5001
    2523.2100     4403.9100     7003.1900     7009.9200     7214.6001
    2523.2900     4403.9200     7003.2000     7016.1000     7217.1100
    2523.3000     4403.9900     7003.3000     7016.9009     7217.1200
    2523.9000     6801.0000     7004.1000     7213.1001     7217.1900
    3816.0000     6810.1100     7004.9000     7213.2001     7217.2100
    3823.4000     6810.1900     7005.1000     7213.3101     7217.2200
    3823.5000     6810.9100     7005.2100     7213.3901     7217.2900
    4403.1000     6810.9900     7005.2900     7213.4101     7217.3100
    4403.2000     6901.0000     7005.3000     7213.4901     7217.3200
    4403.3100     6902.1000     7006.0000     7213.5001     7217.3900
    4403.3200     6902.2000     7007.1900     7214.2001
    4403.3300     6902.9000     7007.2900     7214.3001
    4403.3400     6904.1000     7008.0000     7214.4001
    Eftirfarandi breytingar verði á viðauka I við lög um vörugjald:
         
    
    Eftirtalin tollskrárnúmer falla niður:
              1.    Úr B-lið: 2523.1000, 2523.2100, 2523.2900, 2523.3000, 2523.9000, 3816.0000, 3823.4000, 3823.5000, 4403.1000, 4403.2000, 4403.3100, 4403.3200, 4403.3300, 4403.3400, 4403.3500, 4403.9100, 4403.9200, 4403.9900, 5805.0000, 6801.0000, 6810.1100, 6810.1900, 6810.9100, 6810.9900, 6901.0000, 6902.1000, 6902.2000, 6902.9000, 6904.1000, 7003.1100, 7003.1900, 7003.2000, 7003.3000, 7004.1000, 7004.9000, 7005.1000, 7005.2100, 7005.2900, 7005.3000, 7006.0000, 7007.1900, 7007.2900, 7008.0000, 7009.9100, 7009.9200, 7016.1000, 7016.9009, 7213.1001, 7213.2001, 7213.3101, 7213.3901, 7213.4101, 7213.4901, 7213.5001, 7214.2001, 7214.3001, 7214.4001, 7214.5001, 7214.6001, 7217.1100, 7217.1200, 7217.1900, 7217.2100, 7217.2200, 7217.2900, 7217.3100, 7217.3200, 7217.3900, 7616.9009, 8706.0009, 8707.1000, 8707.9000, 8716.9002.
              2.    Úr D-lið: 8509.8000.
              3.    Úr lið F: 8519.2100, 8519.2900, 8519.3100, 8519.3900, 8519.9901, 8519.9902, 8520.9001, 8521.1021, 8521.1029, 8521.9021, 8521.9029, 8522.1000, 8522.9000, 8528.1002, 8529.9002, 8529.9003.
         
    
    Við bætast eftirtalin tollskrárnúmer:
              1.    Við B-lið: 4003.1000.
              2.    Við D-lið: 8509.8009, 8519.2900, 8519.3100, 8519.3900, 8519.9901, 8519.9902, 8520.9001, 8521.1021, 8521.1029, 8521.9021, 8521.9029, 8522.1000, 8522.9000, 8528.1002, 8529.9002, 8529.9003.