Ferill 322. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 322 . mál.


982. Svar



landbúnaðarráðherra við fyrirspurn Árna M. Mathiesen um skiptingu heildarútlána Stofnlánadeild ar landbúnaðarins.

     1 .     Hvernig skiptast heildarlán Stofnlánadeildar landbúnaðarins á milli búgreina?
     2 .     Hvernig skiptast útlán Stofnlánadeildar síðustu þrjú ár á milli búgreina?

    Samkvæmt upplýsingum Stofnlánadeildar landbúnaðarins hafa lán ekki verið flokkuð eingöngu eftir búgreinum, enda ekki gerlegt þar sem erfitt getur verið að skilja á milli búgreina svo sem í sam bandi við tækjakaup, hlöðubyggingar o.fl. Vegna þessa er ekki unnt að svara spurningunni sundur liðaðri á þann hátt sem óskað er. Í töflu 1 eru sundurliðuð útlán Stofnlánadeildar landbúnaðarins 31. desember 1992 eftir lánaflokkum, en í töflu 2 eru upplýsingar um lánveitingar deildarinnar með fyr irliggjandi skiptingu árin 1989–1992.

     3 .     Hvernig skiptast greiðslur á neytenda- og jöfnunargjaldi síðustu þrjú ár á milli búgreina?
    Samkvæmt upplýsingum Framleiðsluráðs landbúnaðarins skiptast þessar greiðslur á milli bú greina eins og sjá má í töflu 3 en dráttarvöxtum er ekki skipt á búgreinar.

(Töflur ekki tiltækar.)