Ferill 313. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 313 . mál.


997. Breytingartillögur



við frv. til stjórnsýslulaga.

Frá allsherjarnefnd.



    Við 5. gr. 4. mgr. orðist svo:
                  Stjórnsýslunefnd ákveður hvort nefndarmönnum, einum eða fleiri, beri að víkja sæti. Þeir nefndarmenn, sem ákvörðun um vanhæfi snýr að, skulu ekki taka þátt í ákvörðun um það. Þetta gildir þó ekki ef það leiðir til þess að stjórnsýslunefndin verður ekki ályktunarhæf. Skulu þá allir nefndarmenn taka ákvörðun um hæfi nefndarmanna.
    Við 13. gr.
         
    
    Greinin orðist svo:
                       Aðili máls skal eiga þess kost að tjá sig um efni máls áður en stjórnvald tekur ákvörðun í því, enda liggi ekki fyrir í gögnum málsins afstaða hans og rök fyrir henni eða slíkt sé augljóslega óþarft.
         
    
    Fyrirsögn greinarinnar verði: Andmælaréttur.
    Við 14. gr.
         
    
    Greinin orðist svo:
                       Eigi aðili máls rétt á að tjá sig um efni þess skv. 13. gr. skal stjórnvald, svo fljótt sem því verður við komið, vekja athygli aðila á því að mál hans sé til meðferðar, nema ljóst sé að hann hafi fengið vitneskju um það fyrir fram.
         
    
    Fyrirsögn greinarinnar verði: Tilkynning um meðferð máls.
    Við 26. gr. Síðari málsgrein orðist svo:
                  Ákvörðun, sem ekki bindur enda á mál, verður ekki kærð fyrr en málið hefur verið til lykta leitt.