Ferill 256. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 256 . mál.


1001. Frumvarp til laga



um breyting á umferðarlögum, nr. 50 30. mars 1987.

(Eftir 2. umr., 21. apríl.)



1. gr.


    Í stað liðarins „Öxulþungi“ í 2. gr. laganna kemur í réttri stafrófsröð nýr liður er orðast svo:
     Ásþungi:
    
Þungi sem flyst á veg af hjólum á einum ás ökutækis.

2. gr.


    Við 1. mgr. 3. gr. laganna bætist: og þá sem teyma eða reka búfé.

3. gr.


    Á eftir 5. gr. laganna kemur ný grein, 5. gr. a, svohljóðandi:
                  Í þéttbýli má ekki í heimildarleysi aka, stöðva eða leggja vélknúnu ökutæki utan vega á svæði sem ekki er ætlað fyrir umferð vélknúinna ökutækja.
                  Ákvæði 1. mgr. gildir ekki um akstur vegna óhjákvæmilegrar þjónustu, sjúkraflutninga eða annarrar ámóta óhjákvæmilegrar umferðar sem upp kemur.
    Fyrirsögn á undan greininni orðast svo: Akstur utan vega.

4. gr.


    Í stað „Afrein“ í 4. mgr. 17. gr. laganna kemur: Frárein.

5. gr.


    1. mgr. 22. gr. laganna orðast svo:
    Eigi má aka fram úr öðru ökutæki rétt áður en komið er að vegamótum eða á þeim. Heimilt er þó að aka fram úr öðru ökutæki ef skilyrði til framúraksturs eru að öðru leyti fyrir hendi og
    ökutækin eru á akbraut með tveimur eða fleiri akreinum í akstursstefnu þeirra,
    aka skal hægra megin fram úr vegna ökutækis sem beygt er til vinstri,
    umferð á vegamótum er stjórnað af lögreglu eða með umferðarljósum eða
    umferð hefur forgang gagnvart umferð af hliðarvegi, sbr. 2. mgr. 25. gr.

6. gr.


    Í stað „hjólreiðamönnum og ökumönnum léttra bifhjóla“ í 6. mgr. 25. gr. laganna kemur: og hjólreiðamönnum.

7. gr.


    32. gr. laganna breytist þannig:
    1. mgr. orðast svo:
                  Við akstur vélknúins ökutækis skulu lögboðin ljós eða önnur viðurkennd ökuljós jafnan vera tendruð.
    2. mgr. orðast svo:
                  Við akstur ökutækis í rökkri, myrkri eða ljósaskiptum og þegar birta er vegna veðurs eða af öðrum ástæðum ófullnægjandi, hvort heldur er til að ökumaður sjái nægilega vel fram á veginn eða til að aðrir vegfarendur sjái ökutækið, skulu lögboðin ljós vera tendruð. Ökutæki, sem eigi skal búið ljósum, skal þá auðkennt samkvæmt reglum sem dómsmálaráðherra setur.
    6. mgr. orðast svo:
                  Í þoku, þéttri úrkomu eða skafrenningi má nota þokuljós í stað eða ásamt lágum ljósgeisla. Hjálparljós má eigi nota til annars en þau eru ætluð.

8. gr.


    33. gr. laganna breytist þannig:
    Orðin „og afturljós“ í 1. málsl. 3. mgr. falla niður.
    2. málsl. 3. mgr. fellur niður.

9. gr.


    34. gr. laganna breytist þannig:
    Á undan 1. mgr. kemur ný málsgrein er orðast svo:
                  Dómsmálaráðherra getur sett reglur um akstursíþróttir á sérstökum afmörkuðum svæðum utan vega. Í þeim reglum er heimilt að víkja frá ákvæðum laganna um ökuskírteini og um lágmarksaldur ökumanns.
    Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Akstursíþróttir og aksturskeppni.

10. gr.


    38. gr. laganna breytist þannig:
    Í stað „fólksbifreiðar“ í 1. mgr. kemur: hópbifreiðar.
    Í stað „30“ í 4. mgr. kemur: 50.
    5. mgr. orðast svo:
                  Dómsmálaráðherra getur sett reglur um að ákveða megi sérstakan lægri hámarkshraða vélknúins ökutækis en segir í 37. gr. og 1.–4. mgr. þessarar greinar ef þess er þörf vegna hönnunar ökutækisins.

11. gr.


    47. gr. laganna breytist þannig:
    Á eftir „þessara laga“ í b-lið 1. mgr. kemur: eða reglna sem settar eru samkvæmt þeim.
    D-liður 1. mgr. orðast svo: hann hefur verið stöðvaður við umferðareftirlit.

12. gr.


    50. gr. laganna orðast svo:
     Dómsmálaráðherra getur sett reglur um frekari skilyrði, þar á meðal um aldur, kennslu og próf, til að mega stjórna:
    vörubifreið sem er meira en 3.500 kg að leyfðri heildarþyngd,
    hópbifreið,
    bifreið sem dregur eftirvagn eða tengitæki sem gert er fyrir a.m.k. 750 kg heildarþyngd, þó ekki ef ökutækið, sem dregið er, er gert fyrir þá heildarþyngd og samanlögð leyfð heildarþyngd beggja ökutækjanna er innan við 3.500 kg og
    tilteknum bifhjólum.
     Með sama hætti getur dómsmálaráðherra sett reglur um frekari skilyrði til að mega stjórna:
    bifreið til farþegaflutninga í atvinnuskyni,
    bifreið sem flytur hættulegan farm og
    bifreið til fólks- eða vöruflutninga í alþjóðlegri umferð.
     Í reglum þessum má ákveða að við tilteknar aðstæður þurfi eigi aukin réttindi til að stjórna ökutæki sem fellur undir a–c-liði 1. mgr.
     Heimilt er að synja manni um réttindi til að mega stjórna bifreið til farþegaflutninga í atvinnuskyni ef ákvæði 2. mgr. 68. gr. almennra hegningarlaga eiga við um hagi hans.

13. gr.


    57. gr. laganna breytist þannig:
    Í stað „þremur“ í 1. málsl. 4. mgr. kemur: sex; og í stað „ökuréttindum“ í sömu málsgrein kemur: ökurétti.
    Við 5. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Má þar ákveða að sá æfingaakstur fari fram án þess að löggiltur ökukennari sitji við hlið nemanda.
    Á eftir 5. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
                  Dómsmálaráðherra getur sett reglur um æfingaakstur án löggilts ökukennara, þar á meðal um lágmarksþjálfun nemanda, enda hafi leiðbeinandinn náð 24 ára aldri, hafi gild réttindi til að stjórna þeim flokki ökutækja og hafi a.m.k. fimm ára reynslu af að aka þannig ökutæki. Ákvæði 1.–5. mgr. eiga við um akstur þennan eftir því sem við á.

14. gr.


    59. gr. laganna breytist þannig:
    Framan við greinina bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                  Ökutæki skal svo gert og því haldið í þannig ástandi að nota megi án þess að af því leiði hættu eða óþægindi fyrir aðra eða skemmd á vegi.
    Í stað „lagi“ í 1. málsl. 2. mgr. (verður 3. mgr.) kemur: ástandi.

15. gr.


    63. gr. laganna breytist þannig:
    Í stað „sem er 500 kg að eigin þyngd eða meira“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: bifreiðar eða dráttarvélar sem gerður er fyrir a.m.k. 750 kg heildarþyngd.
    Á eftir 2. málsl. 1. mgr. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Eigi þarf þó að skrá eftirvagn bifreiðar á beltum eða dráttarvélar sem nær eingöngu er notaður utan opinberra vega.
    1. málsl. 2. mgr. orðast svo: Dómsmálaráðherra getur og ákveðið að eigi þurfi að skrá önnur skráningarskyld ökutæki sem nær eingöngu eru notuð utan opinberra vega.

16. gr.


    Fyrirsögn á undan 65. gr. laganna fellur niður.

17. gr.


    65. gr. laganna orðast svo:
     Dómsmálaráðherra fer með mál er varða eignaraðild ríkisins að Bifreiðaskoðun Íslands hf.

18. gr.


    67. gr. laganna orðast svo:
     Dómsmálaráðherra setur reglur um skoðun skráningarskyldra ökutækja, þar á meðal um það hverjir annist skoðun þeirra, hve oft, hvar og hvenær almenn skoðun skuli fara fram og að öðru leyti um framkvæmd hennar.
     Dómsmálaráðherra ákveður gjald fyrir skoðun ökutækja.

19. gr.


    Orðin „eða bifreiðaeftirliti“ í 2. mgr. 68. gr. laganna falla brott.

20. gr.


    71. gr. laganna orðast svo:
     Hver sá, sem notar sæti bifreiðar sem búið er öryggisbelti, skal nota beltið þegar bifreiðin er á ferð.
     Barn yngra en 6 ára skal í stað öryggisbeltis eða ásamt með öryggisbelti nota barnabílstól, beltispúða eða annan sérstakan öryggis- og verndarbúnað ætlaðan börnum. Ef slíkur búnaður er ekki í bifreið skal barnið nota öryggisbelti ef það er unnt.
     Eigi er skylt að nota öryggis- og verndarbúnað þegar ekið er aftur á bak eða við akstur á bifreiðastæði, við bensínstöð, viðgerðarverkstæði eða svipaðar aðstæður.
     Dómsmálaráðherra getur sett reglur er undanþiggja tiltekna einstaklinga skyldu til að nota öryggis- og verndarbúnað. Dómsmálaráðherra getur enn fremur sett reglur um undanþágu frá skyldu til að nota slíkan búnað við sérstakan akstur.
     Ökumaður skal sjá um að farþegi yngri en 15 ára noti öryggis- og verndarbúnað í samræmi við 1.–4. mgr.

21. gr.


    72. gr. laganna orðast svo:
     Hver sá, sem er á bifhjóli eða torfærutæki sem er á ferð, skal nota hlífðarhjálm. Sama er um þann sem er á hliðarvagni bifhjóls eða eftirvagni torfærutækis.
     Ökumaður skal sjá um að farþegi yngri en 15 ára noti hlífðarhjálm.
     Eigi er skylt að nota hlífðarhjálm við akstur á bifreiðastæði, við bensínstöð, viðgerðarverkstæði eða svipaðar aðstæður.
     Dómsmálaráðherra getur sett reglur um undanþágu frá notkun hlífðarhjálms.

22. gr.


    Á eftir 72. gr. laganna kemur ný grein, 72. gr. a, er orðast svo:
    Dómsmálaráðherra getur sett reglur um notkun hlífðarhjálms við hjólreiðar.

23. gr.


    76. gr. laganna breytist þannig:
    Í stað „öxulþunga“ í 1. mgr. og tvisvar í 2. mgr. kemur: ásþunga.
    Í stað „Öxulþungi“ í fyrirsögn á undan greininni kemur: Ásþungi.

24. gr.


    Á eftir „eigandi“ í 1. mgr. 90. gr. laganna kemur: (umráðamaður).

25. gr.


    101. gr. laganna orðast svo:
                  Svipta skal mann rétti til að stjórna vélknúnu ökutæki sem ökuskírteini þarf til ef hann hefur orðið sekur um mjög vítaverðan akstur slíks ökutækis eða ef telja verður, með hliðsjón af eðli brotsins eða annars framferðis hans sem ökumanns vélknúins ökutækis, varhugavert að hann stjórni vélknúnu ökutæki.
                  Svipting ökuréttar skal vera um ákveðinn tíma, eigi skemur en einn mánuð, eða ævilangt ef sakir eru miklar eða brot er ítrekað öðru sinni.
                  Svipting ökuréttar felur í sér sviptingu réttar samkvæmt ökuskírteini og réttar til að öðlast ökuskírteini.
    Fyrirsögn á undan greininni orðast svo: Svipting ökuréttar.

26. gr.


    102. gr. laganna orðast svo:
     Nú hefur stjórnandi vélknúins ökutækis brotið gegn ákvæðum 1. mgr. 45. gr. og skal hann þá sviptur ökurétti. Ef sérstakar málsbætur eru og ökumaður hefur ekki áður gerst sekur um sams konar brot eða annað verulegt brot gegn skyldum sínum sem ökumaður má sleppa sviptingu ökuréttar vegna brota á ákvæðum 1., sbr. 2., mgr. 45. gr.
     Nú hefur stjórnandi ökutækis brotið gegn ákvæðum 1., sbr. 3., mgr. 45. gr., og skal svipting ökuréttar þá vera eigi skemur en eitt ár.
     Nú hefur stjórnandi ökutækis ítrekað brotið gegn ákvæðum 45. gr. og skal svipting ökuréttar þá vera eigi skemur en tvö ár. Ef um er að ræða ítrekað brot á ákvæðum 1., sbr. 3., mgr. 45. gr. skal svipting þó eigi vera skemur en þrjú ár.

27. gr.


    Í stað „ökuréttinda“ í 1. mgr. 103. gr. laganna kemur: ökuréttar; og í stað „ökuréttindum“ í sömu málsgrein kemur: ökurétti.

28. gr.


    Í stað „ökuréttinda“ í 104. gr. laganna kemur: ökuréttar.

29. gr.


    Í stað „ökuréttinda“ tvisvar í 105. gr. laganna kemur: ökuréttar; og í stað „réttindum“ í sömu grein kemur: rétti.

30. gr.


    1. mgr. 106. gr. laganna orðast svo:
                  Nú hefur maður verið sviptur ökurétti um lengri tíma en þrjú ár og getur þá dómsmálaráðherra, þegar svipting hefur staðið í þrjú ár, heimilað að honum skuli veittur ökuréttur að nýju. Hafi maður verið sviptur ökurétti ævilangt má þó eigi veita ökurétt að nýju fyrr en svipting hefur staðið í fimm ár.
    Fyrirsögn á undan greininni orðast svo: Endurveiting ökuréttar.

31. gr.


    112. gr. laganna, sbr. lög nr. 12/1992, breytist þannig:
    Í stað orðanna „sviði, og“ í i-lið 1. mgr. kemur: sviði.
    Á eftir orðinu „ökupróf“ í k-lið 1. mgr. kemur: og.
    Á eftir k-lið 1. mgr. kemur nýr liður, l-liður, og orðast svo: að annast önnur verkefni samkvæmt ákvörðun dómsmálaráðherra.
    Í stað orðsins „árlega“ í 3. mgr. kemur: a.m.k. annað hvert ár.

32. gr.


    3. mgr. ákvæðis til bráðabirgða fellur niður.

33. gr.


    Lög þessi öðlast gildi 1. júní 1993.