Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1007, 116. löggjafarþing 339. mál: ávana- og fíkniefni (fíkniefnaviðskipti).
Lög nr. 49 7. maí 1993.

Lög um breyting á lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65 21. maí 1974.


1. gr.

     Í 5. gr. laganna bætist ný málsgrein sem verður 2. mgr., svohljóðandi:
     Refsingu skv. 1. mgr. skal sá sæta sem af ásetningi tekur við eða aflar sér eða öðrum ávinnings af broti gegn lögum þessum. Sömu refsingu skal sá sæta sem geymir eða flytur slíkan ávinning, aðstoðar við afhendingu hans eða stuðlar á annan sambærilegan hátt að því að tryggja öðrum ávinning af slíku broti.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 26. apríl 1993.