Ferill 28. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – . mál.


1078. Breytingartillögur

28.

við frv. til l. um breyt. á lagaákvæðum er varða samgöngumál vegna aðildar að Evrópska efnahagssvæðinu.

Frá meiri hluta samgöngunefndar (PJ, SigG, StB, ÁMM, ÁJ).



        Við 4. gr.
         
    
    Greinin orðist svo:
                            Við 1. gr. laganna bætist ný málsgrein sem orðast svo:
                            Ráðherra er enn fremur heimilt að setja reglugerðir um eftirlit með skipum að því leyti sem það er nauðsynlegt vegna skuldbindinga er leiðir af samningi um Evrópskt efnahagssvæði, nr. 2/1993, með síðari breytingum.
         
    
    Fyrirsögn greinarinnar verði: Lög um eftirlit með skipum, nr. 35/1993.
    Við 5. gr.
         
    
    Greinin orðist svo:
                            Við 9. gr. laganna bætist ný málsgrein svohljóðandi:
                            Ráðherra er enn fremur heimilt að setja reglugerðir um leiðsögu skipa að því leyti sem það er nauðsynlegt vegna skuldbindinga er leiðir af samningi um Evrópskt efnahagssvæði, nr. 2/1993, með síðari breytingum.
         
    
    Fyrirsögn greinarinnar verði: Lög um leiðsögu skipa, nr. 34/1993.