Ferill 557. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 557 . mál.


1088. Breytingartillögurvið frv. til l. um Rannóknastofnun uppeldis- og menntamála.

Frá menntamálanefnd.    Við 1. gr. Á eftir orðinu „sjálfstæð“ komi: vísindaleg.
    Við 4. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    1. tölul. orðist svo: Sjá um samningu og úrvinnslu samræmdra prófa og könnunarprófa. Kennarar skulu taka þátt í prófagerð.
         
    
    Orðin „breytingar á“ í 4. tölul. falli brott.
    Við 5. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    Orðin „samkvæmt samningi við menntamálaráðherra“ í lok 1. málsl. falli brott.
         
    
    Orðin „með samþykki menntamálaráðherra“ í lok 3. málsl. falli brott.
    Við 7. gr. Greinin orðist svo:
                  Menntamálaráðherra skipar ráðgjafarnefnd til fimm ára í senn er vera skal forstöðumanni stofnunarinnar til faglegrar ráðgjafar. Í nefndinni skulu eiga sæti sex fulltrúar, einn skipaður af menntamálaráðherra án tilnefningar og er hann formaður nefndarinnar, tveir fulltrúar tilnefndir sameiginlega af Kennarasambandi Íslands og Hinu íslenska kennarafélagi og skal annar þeirra vera grunnskólakennari og hinn framhaldsskólakennari, einn samkvæmt tilnefningu Háskóla Íslands, einn samkvæmt tilnefningu Háskólans á Akureyri og einn samkvæmt tilnefningu Kennaraháskóla Íslands. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti.