Ferill 25. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 25 . mál.


1130. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á lagaákvæðum á sviði heilbrigðis- og tryggingamála vegna aðildar að samningi um Evrópskt efnahagssvæði.

Frá minni hluta heilbrigðis- og trygginganefndar (ISG, FI, MF, IP).



    Við 11. gr. F-liður orðist svo: Við lögin bætist ákvæði til bráðabirgða svohljóðandi:
                  Eftir gildistöku laga þessara geta sveitarfélög ekki gert samning um brunatryggingar við vátryggingafélög sem binda alla húseigendur í sveitarfélaginu en þeir samningar, sem gerðir voru fyrir gildistöku laganna, halda gildi sínu út tryggingartímabilið samkvæmt eigin ákvæðum. Einstakir húseigendur skulu í síðasta lagi 30. september 1995 tilkynna brunatryggingafélagi sínu skriflega hyggist þeir flytja tryggingar sínar til annars félags. Tilkynningu um uppsögn skal fylgja staðfesting annars vátryggingafélags þess efnis að stofnað hafi verið til lögboðinnar brunatryggingar eigi síðar en frá og með 1. janúar 1996.
    Við 15. gr. Greinin orðist svo:
         
    
    Orðið „allra“ í 1. mgr. 1. gr. laganna fellur brott.
         
    
    Við 1. mgr. 1. gr. laganna bætist nýr málsliður sem orðast svo: Þetta skerðir ekki rétt húseigenda í lögsagnarumdæminu til að brunatryggja húseignir sínar hjá öðrum vátryggingafélögum.
         
    
    4. gr. laganna orðast svo:
                            Dómkvaddir matsmenn meta vátryggingarverð og meta þeir jafnframt brunatjón. Ef annar hvor aðili vill ekki una því mati getur hann óskað yfirmats.
         
    
    Við lögin bætist ákvæði til bráðabirgða er orðast svo:
                            Borgarstjórn Reykjavíkur skal hafa með höndum brunatryggingar allra húseigna í Reykjavík til ársloka 1995. Einstakir húseigendur skulu í síðasta lagi 30. september 1995 tilkynna Húsatryggingum Reykjavíkur skriflega hyggist þeir flytja tryggingar sínar til annars félags. Tilkynningu um uppsögn skal fylgja staðfesting annars vátryggingafélags þess efnis að stofnað hafi verið til lögboðinnar brunatryggingar eigi síðar en frá og með 1. janúar 1996.
         
    
    Fyrirsögn 15. gr. verði: Breyting á lögum um brunatryggingar í Reykjavík, nr. 25/1954, með síðari breytingum.
    Við 19. gr. Á eftir orðinu „skal“ í 3. mgr. e-liðar komi: fá samþykki lyfjanefndar og.