Ferill 453. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 453 . mál.


1191. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 94/1976, um skráningu og mat fasteigna, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fékk hún á sinn fund frá fjármálaráðuneytinu Indriða H. Þorláksson skrifstofustjóra og Snorra Olsen deildarstjóra. Umsagnir bárust frá ASÍ, Félagi fasteignasala, Húseigendafélaginu og Verslunarráði Íslands.
    Í frumvarpinu er að finna þær lagabreytingar sem nauðsynlegar eru til að Fasteignamat ríkisins geti orðið að B-hluta stofnun eins og gert er ráð fyrir samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1993.
    Meiri hluti nefndarinnar mælir með samþykkt frumvarpsins með breytingum sem fluttar eru tillögur um á sérstöku þingskjali. Tillögurnar ganga annars vegar út á að bæta inn í frumvarpið ákvæði um skipunartíma stjórnar Fasteignamats ríkisins og hins vegar að takmarka leyfi stofnunarinnar til gjaldtöku við raunverulegan kostnað þjónustunnar.

Alþingi, 6. maí 1993.



Vilhjálmur Egilsson,

Rannveig Guðmundsdóttir.

Guðjón Guðmundsson.


form., frsm.



Ingi Björn Albertsson.

Sólveig Pétursdóttir.