Útflutningur á íslensku vatni

79. fundur
Mánudaginn 31. janúar 1994, kl. 15:50:55 (3592)


[15:50]
     Jóhannes Geir Sigurgeirsson :
    Virðulegur forseti. Ég held að það sé út af fyrir sig gott að þessu máli sé hreyft hér. Það er einfaldlega þannig að útflutningur á vatni hefur verið meira í orði heldur en á borði á síðustu árum og staðreynd málsins er sú að það hefur engum aðila tekist enn að brjótast í gegnum það flókna ferli sem er frá framleiðslu og til árangursríkrar markaðssetningar. Það eru ein tvö, þrjú fyrirtæki sem vinna að þessu enn þá og þess vegna er að mínu mati mjög nauðsynlegt að menn reyni að stuðla að því að þeir aðilar sem eru í þessu í dag geti látið á það reyna til fullnustu hvort þeir ná árangri áður en lengra er haldið hvað þetta snertir.