Hafnalög

86. fundur
Miðvikudaginn 09. febrúar 1994, kl. 13:38:17 (3934)


[13:38]
     Pálmi Jónsson (um atkvæðagreiðslu) :
    Virðulegi forseti. Frv. þetta hefur verið þaulrætt og athugað mjög vandlega. Ég hef sem formaður nefndarinnar boðist til að taka ein tvö atriði þess til athugunar á milli 2. og 3. umr. og í ljósi þess kallað aftur 9. brtt. á þskj. 395. Þar eru nefndarmenn eftir því sem ég best veit algjörlega sammála um markmið. Ég tel að það orðalag sem er í brtt. meiri hlutans nái því markmiði, en hef eigi að síður fallist á að kalla tillöguna aftur til þess að fjalla nánar um það í nefnd á milli umræðna hvort nefndin geti eigi orðið öll sammála um orðalag sem nær því markmiði sem hún sannarlega er sammála um.