Sálfræðiþjónusta og félagsráðgjöf

89. fundur
Mánudaginn 14. febrúar 1994, kl. 18:21:48 (4098)


[18:21]
     Ragnar Arnalds :
    Virðulegi forseti. Ég vil þakka hæstv. heilbrrh. fyrir svör hans. Það kom fram í svari hans að töluvert mikið vantaði á að sálfræðiþjónusta og félagsráðgjöf væri fyrir hendi á heilsugæslustöðvum almennt og þar sem slík þjónusta væri ekki fyrir hendi af hálfu sérmenntaðs fólks þá væri hún á hendi lækna og hjúkrunarfræðinga. Ég held að það hafi verið þörf á að minna á þetta mál og benda á að víða er pottur brotinn eins og hæstv. ráðherra hefur staðfest. Ég vil einnig þakka þingmönnunum Önnu Ólafsdóttur Björnsson og Guðrúnu Helgadóttur fyrir gagnlegar ábendingar í þessu samhengi.