Fráveitumál sveitarfélaga

99. fundur
Mánudaginn 28. febrúar 1994, kl. 17:19:54 (4543)


[17:19]
     Sturla Böðvarsson :

    Virðulegi forseti. Umhvrn. hefur tekið sér fyrir hendur að láta skoða ýmis mál og skrifa um þau skýrslur, þar á meðal frárennslismál og málefni sem snúa að sorphirðu. Ég tel að þarna sé umhvrn. að fara út á mjög hála braut. Það liggur alveg fyrir að málefni sem snúa að frárennsli og sorphirðu eru málefni sveitarfélaga. Ég hef þá skoðun að það að ráðuneytið skuli hafa farið að láta vinna að úttektum og skýrslugerð í sambandi við þetta hafi tafið fyrir framförum í þessum tveimur málaflokkum. Það hefur vakið upp ótímabærar væntingar hjá sveitarstjórnarmönnum um fjármuni til þess að ganga til framkvæmda við útrásir og sorphirðumál. Ég er sannfærður um að það hefði verið miklu betra að sveitarfélögin hefðu ekki flækst inn í þá vinnu með umhvrn. vegna þess að það hefur ekkert komið út úr þessu annað en bæklingar og greinargerðir sem liggja uppi í hillum og verður tæplega farið nokkurn hlut eftir.