Vísun máls til nefndar

104. fundur
Miðvikudaginn 09. mars 1994, kl. 13:45:27 (4876)


[13:45]
     Ólafur Þ. Þórðarson (um fundarstjórn) :
    Herra forseti. Hér í salnum sitja tveir þingritarar. Mér skilst að það sé reglan að þeir bóki jafnharðan það sem fram fer. Hafi þeir sinnt þeirri skyldu sinni hefur það þegar verið bókað að málið er komið til allshn. Það hefur ekki farið fram samþykkt um að taka málið úr allshn. Það hefur aftur á móti farið fram samþykkt um að senda málið til fjárhags- og viðskn. ( VE: Efh.- og viðskn.) Efh.- og viðskn. og er nú hv. 5. þm. Norðurl. v. nokkuð órótt og ruggar sér mikið í stólnum. Ég skil ekki hvers vegna talið er að málið þurfi að vera hjá tveimur þingnefndum og mér er ekki ljóst samkvæmt hvaða grein þingskapa hæstv. forseti starfar þessa stundina. Ég óska eindregið eftir því að fá skýr svör við því og það verði bókað af riturum þannig að ég geti farið yfir fundargerðabók þingsins. Samkvæmt hvaða grein þingskapanna er starfað þegar ákveðið er að vísa máli til tveggja nefnda?