Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

111. fundur
Fimmtudaginn 17. mars 1994, kl. 13:58:40 (5250)


[13:58]
     Utanríkisráðherra (Jón Baldvin Hannibalsson) :
    Virðulegi forseti. Ég átti ekki von á því satt að segja að vera vændur um lygi, ósannindi gagnvart þinginu við upphaf þessarar almennu umræðu. Ég vil rifja það upp og beini því til virðulegs forseta

að af hálfu utanrrn. var óskað eftir breytingum á málsmeðferð um skýrslu utanrrh. Því var beint til forsætisnefndar þingsins og það hefur verið rætt í utanrmn. og vafalaust eru bréf sem farið hafa á milli þessu til staðfestingar.
    Í stað einnar skýrslu sem var orðin mjög viðamikil og þýddi það að ýmsir veigamiklir málaflokkar sættu almennt afgangi í umræðunni þá var það faglegt mat okkar að sækilegra væri að það færi fram fleiri en ein umræða um utanríkismál. Þetta átti að gera með því að efna til slíkra umræðna a.m.k. haust og vor en að því er varðaði formlega skýrslur þá var það okkar ósk að þeim yrði fjölgað og það yrði fjallað sérstaklega um hina ýmsu málaflokka og þær skýrslur lagðar fyrir Alþingi en það væri síðan undir Alþingi sjálfu komið og vilja alþingismanna hvort efnt yrði til sérstakra umræðna um þær.
    Þetta er eftir því sem ég best veit hið sanna og rétta í málinu og mér þykir miður ef upphaf þessarar umræðu einkennist af slíkum svigurmælum að verið sé að fara með ósannindi.