Sveitarstjórnarlög

112. fundur
Föstudaginn 18. mars 1994, kl. 14:48:14 (5342)


[14:48]
     Jón Kristjánsson :
    Virðulegi forseti. Ég þarf ekki mörgum orðum við að bæta það sem hv. frsm. nefndarinnar sagði. Um frv. hefur tekist góð samstaða í félmn. og ég tel að hér sé um lagfæringu á kosningalögunum að ræða. Það er verið að festa í sessi það fyrirkomulag sem var í sameiningarkosningunum sl. haust og það fyrirkomulag reyndist vel. Þarna er verið að festa í sessi einfalt og lýðræðislegt fyrirkomulag. Ég tel að það greiði fremur fyrir þeim sameiningarkosningum t.d. sem eftir eru og kunna að koma upp á næstu mánuðum og árum en það fyrirkomulag sem var við lýði og var viss óánægja með. Ég er ánægður yfir því að þetta frv. skuli vera komið á lokasprett í hv. Alþingi.