Lax- og silungsveiði

116. fundur
Miðvikudaginn 23. mars 1994, kl. 15:29:21 (5593)


[15:29]
     Landbúnaðarráðherra (Halldór Blöndal) (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Það mun hafa verið haft samráð við hagsmunasamtök veiðibænda, það er nú þannig. Ég er síður en svo á móti því að þeir séu kallaðir til. Það hefur einmitt verið lögð sérstök áhersla á þann þáttinn. Það sem ég er að segja er að segja, hv. þm., er að það er hér sérstakur kafli um fiskvegi og aðra mannvirkjagerð í og við veiðivötn sem var talið rétt að taka hér inn. Það er auðvitað alveg sjónarmið að fresta því. Annað á hv. þm. að vera kunnugt.