Framleiðsla og sala á búvörum

122. fundur
Þriðjudaginn 29. mars 1994, kl. 15:31:48 (5722)

[15:31]
     Kristín Ástgeirsdóttir (um fundarstjórn) :
    Virðulegi forseti. Eftir því sem ég best veit, þá lifa um það bil þrjár vikur eftir af þessu þingi, jafnvel tæplega það. En nú hefur það gerist hér á þessum degi að það hefur rignt yfir okkur þingmenn stjórnarfrumvörpum og m.a. sé ég að hér er verið að leggja fram frumvörp til breytinga á lögum sem voru samþykkt á síðasta ári og árinu þar áður og tengjast EES-samningnum, en ég hlýt að beina þeirri spurningu til hæstv. forseta: Hver er eiginlega meiningin með þessu og hvað á að afgreiða af þessum stóru málum sem hér er verið að leggja fram? Þetta vekur vægast sagt furðu, svona bunki sem búið er að dreifa hér í dag. Hvað ætlar þessi ríkisstjórn sér eiginlega á þeim vikum sem fram undan eru? Er það meiningin að reyna að afgreiða þetta eða er þetta hér til kynningar?