Sjónvarps- og útvarpssendingar frá Alþingi

122. fundur
Þriðjudaginn 29. mars 1994, kl. 18:09:51 (5757)


[18:09]
     Björn Bjarnason (andsvar) :
    Frú forseti. Eins og fram hefur komið hóf Sýn þessar útsendingar að eigin frumkvæði og án þess að það lenti nokkur kostnaður á Alþingi. Ef ætlunin er að Alþingi beri kostnað við slíkar útsendingar þá fyndist mér koma til álita að það verði tekin ákvörðun um það og það yrði bara boðið út og mönnum gert kleift að annast þessa þjónustu og við þyrftum ekki að vera upp á Ríkisútvarpið komnir varðandi það. Það væri hægt að áætla eða bjóða út og segja að Alþingi væri reiðubúið til að veita ákveðna fjárhæð í þessu skyni og vilji menn taka það að sér þá þarf Ríkisútvarpið ekkert að koma þar við sögu. Ég hefði hins vegar litið þannig á að það væri skylda Ríkisútvarpsins að sýna frumkvæði í þessu sérstaklega eftir að Alþingi komst í eina málstofu.