Framleiðsla og sala á búvörum

123. fundur
Miðvikudaginn 06. apríl 1994, kl. 14:52:10 (5835)


[14:52]
     Egill Jónsson :
    Virðulegi forseti. Með samþykkt þessa frv. er eytt þeirri óvissu sem uppi hefur verið um innflutning landbúnaðarvara þegar afnumin var eldri auglýsing um innflutningsleyfi með reglugerð nr. 415/1992, sem byggð var á nýjum lögum um innflutning, nr. 88/1992, og Hæstiréttur tók mið af í dómi sínum í hinu svokallaða skinkumáli 20. jan. sl. Í hinni nýju reglugerð var öllum landbúnaðarvörum sleppt. Með viðaukum I og II er valdsvið landbrh. skilgreint og með 1. mgr. 72. gr. er staðfest ótvírætt forræði landbrh. á þessu máli. Þannig eru hagsmunir íslensks landbúnaðar í breyttum viðskiptaheimi tryggðir. Öllum þeim sem unnið hafa að framgangi þessa máls utan þings sem innan færi ég þakkir fyrir mikilvægan stuðning. Ég segi já.