Samfélagsþjónusta

130. fundur
Miðvikudaginn 13. apríl 1994, kl. 15:49:07 (6240)


[15:49]
     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Hæstv. samgrh. sagði áðan að það væri ekki mjög stórt mál þó að ekki væru allir stjórnarþingmenn sammála um það hvernig ætti að fara með lög um leigubifreiðar og taldi það ekki stórmál þó aðrir stjórnarþingmenn hefðu lagt fram frv. sem gengur þvert á frv. hans. Þetta eru nokkur önnur sjónarmið heldur en t.d. hæstv. sjútvrh. hefur lýst þar sem nokkrir stjórnarþingmenn ásamt fleirum hafa lagt fram frv. um stjórn fiskveiða sem gengur nokkuð þvert á það sem hæstv. sjútvrh. hefur áður lagt fram. Ég vildi þess vegna spyrja ráðherrann: Finnst ráðherranum að þessi skoðun sjútvrh. gangi þá heldur langt úr því að hann er ekki sömu skoðunar og gildir þetta ekki um alla ráðherra og alla málaflokka?