Lyfjaverslun ríkisins

132. fundur
Fimmtudaginn 14. apríl 1994, kl. 12:03:24 (6329)


[12:03]
     Ingibjörg Pálmadóttir (um fundarstjórn) :
    Virðulegi forseti. Satt að segja er ég ekkert undrandi yfir því að það sé þingflokksfundur hjá Sjálfstfl. Ég á sæti í heilbr.- og trn. og þar eiga sjálfstæðismenn fjóra fulltrúa og það er hámark undanfarið að einn þeirra mæti til funda. Samt erum við að afgreiða þar mikilvæg málefni og við erum jafnvel og höfum verið að því undanfarna tvo fundi að ræða mál sem ekki er búið að mæla fyrir í þinginu. Þannig er málum komið í þinginu að ætlast er til að stjórnarandstaðan sé að afgreiða og vinna mál fyrir stjórnina. Þetta er að sjálfsögðu, hæstv. forseti, algerlega óásættanlegt.