Afgreiðsla mála í iðnaðarnefnd, svar landbrh. við fyrirspurn

142. fundur
Miðvikudaginn 27. apríl 1994, kl. 13:42:32 (6647)


[13:42]
     Iðnaðarráðherra (Sighvatur Björgvinsson) :
    Virðulegi forseti. Þetta fer nú að enda eins og kvæði Guðmundar Inga, skálds frá Kirkjubóli, um heimkomu konunnar hans, ,,ef hún kemur þá nokkuð í haust``. Það er alveg sjálfsagt að upplýsa það að þetta mál hefur verið til umfjöllunar í ríkisstjórn. Málið hefur verið skoðað. Um það eins og það hefur verið úr garði gert er ekki samstaða. Við munum halda áfram að leita samstöðu um flutning þess máls og vonandi kemur það í haust.