Samstarfsnefnd sjómanna og útvegsmanna

143. fundur
Fimmtudaginn 28. apríl 1994, kl. 12:25:15 (6716)


[12:25]
     Jóhannes Geir Sigurgeirsson (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Við úthlutun aflamarks á yfirstandandi fiskveiðiári var reiknað með 12.000 tonnum áður en aflamarki var úthlutað á aflamarksskipin. Samkvæmt þeim tillögum sem nú liggja fyrir eiga þetta að vera 22.000. Þetta verður hvergi annars staðar tekið frá heldur en af aflamarki þeirra báta og togskipa sem eru undir því kerfi. Það liggur alveg ljóst fyrir, ef þetta gengur fram, að þetta þýðir skerðingu á þessu bili á þorskheimildum hjá þessum hluta flotans. Ég leyfi mér að fullyrða að það mun heyrast hljóð úr horni og ekki síst frá sjómönnum þegar þetta rennur upp fyrir viðkomandi aðilum.