Lyfjaverslun ríkisins

145. fundur
Föstudaginn 29. apríl 1994, kl. 12:51:41 (6824)


[12:51]
     Frsm. minni hluta efh.- og viðskn. (Kristín Ástgeirsdóttir) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég tel að ástæður sé vissulega að finna. Þær er að finna í þeirri þróun sem við höfum horft upp á á undanförnum mánuðum og það er alveg fráleitt að hæstv. fjmrh. skuli ekki viðurkenna þá staðreynd að hér hafa verið miklar umræður um gang mála í Síldarverksmiðjum ríkisins. Við höfum verið að horfa upp á að þar hefur stefnt í málaferli, sem nú eru hafin, og allt þetta hefur áhrif, þetta er nýtt í málinu. Það er ekki hægt að segja annað, virðulegi forseti, enda gildir það líka um það sem að

starfsmönnum snýr að þau mál eru líka á leið í dóm. Og ég ítreka það sem ég sagði fyrr í morgun að það er áhyggjuefni hvernig samskipti ríkisins við starfsmenn og við ýmsa aðra aðila eru sífellt að leiða til dómsmála.