Sala ríkisins á SR-mjöli

148. fundur
Þriðjudaginn 03. maí 1994, kl. 00:00:06 (7026)


[00:00]
     Páll Pétursson (andsvar) :
    Herra forseti. Það liggur náttúrlega alveg ljóst fyrir í skýrslu Ríkisendurskoðunar að hún álítur kaupverðið of lágt. Hæstv. fjmrh. sagði að það hefðu ekki aðrir verið tilbúnir að gefa meira fyrir fyrirtækið. Akureyringum gafst ekki tækifæri til þess að gera tilboð. Þeim var með bolabrögðum skákað út úr málinu í staðinn fyrir að gefa þeim eðlilega fresti. Þá þegar af þeirri ástæðu er meðferð málsins vítaverð.
    Hæstv. fjmrh. var í ræðu sinni að vitna í söluna á ,,rammanum`` og Siglósíld og ég ætla sannarlega ekki að fara að verja þær sölur. Að mörgu leyti var þó skár staðið að þessari en sölunni á ,,rammanum``, það skal ég viðurkenna. En það bætir hins vegar ekki hlut hæstv. fjmrh. og hæstv. sjútvrh. núna þó að illa hafi verið staðið að verki í tíð fyrrv. fjmrh.