Stjórn fiskveiða

149. fundur
Þriðjudaginn 03. maí 1994, kl. 16:20:02 (7119)


[16:20]
     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það þurfti talsvert mikið átak hjá sjómönnum til að fá Hafrannsóknastofnun til að fara af stað með togararallið. Hins vegar hefur það verið viðurkennt af öllum að það hefur skilað miklum árangri. Það er vissulega gott svo langt sem það nær, en það má heldur ekki binda sig of mikið í einhverja eina aðferð til að mæla fiskstofna það þarf fleira að koma til.