Stjórn fiskveiða

149. fundur
Þriðjudaginn 03. maí 1994, kl. 22:42:49 (7181)


[22:42]
     Jón Kristjánsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Auðvitað er lykillinn að hagkvæmni í þessu kerfi að nýta þau atvinnutæki sem best sem við höfum til þess að veiða og til þess að vinna aflann. Svo einfalt er það. Ég held því fram að við höfum engin efni á öðru en að reyna að fá sem mest út úr sjávarútveginum. Auðvitað verðum við að gæta vissra sjónarmiða varðandi byggð og annað slíkt en hinu megum við ekki sleppa sjónar af. Það er nú svo einfalt.