Stjórn fiskveiða

149. fundur
Miðvikudaginn 04. maí 1994, kl. 00:01:17 (7193)


[00:01]
     Frsm. 2. minni hluta sjútvn. (Stefán Guðmundsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það er ekki svar, virðulegi forseti. Það er fremur spurning til forseta. Áttaði forseti sig á því hvort ræðumaður var að koma eða fara? Ég áttaði mig satt að segja ekki á því. En ég á ekkert annað erindi upp í ræðustólinn en spyrja um það. Ummæli þingmannsins skýra sig sjálf. Auðvitað átti þingmaðurinn að vera hér í allan dag. Hann átti að vera hér í allan dag. Þingfundur hófst snemma í morgun.