Húsaleigubætur

152. fundur
Fimmtudaginn 05. maí 1994, kl. 23:24:26 (7356)


[23:24]
     Jón Kristjánsson (andsvar) :
    Herra forseti. Hv. 1. þm. Vesturl. lét svo um mælt að hann hefði vonast til að jákvæðar breytingar yrðu á frv. í félmn. Það var nú svo í félmn. að við hefðum gjarnan viljað hafa meiri tíma til þess að fara yfir þetta mál en það var pressa á því að afgreiða málið fyrir þinglokin og við vildum ekki spilla fyrir framgangi þessa máls af því að við vorum hlynnt húsaleigubótunum. En við fluttum aftur brtt. sem við reyndum að fá tekna upp í frv. til þess að yrðu endurskoðaðir mestu ágallarnir sem eru á þessu kerfi. En það var ekki talið fært vegna þess að hér væri um samkomulagsmál að ræða milli stjórnarflokkanna sem kemur svo í ljós að er alls ekki rétt og hefur verið farið fram með vissum blekkingum í nefndinni í þessu máli.