Viðurkenning á menntun og prófskírteinum

153. fundur
Föstudaginn 06. maí 1994, kl. 10:50:18 (7439)


[10:50]
     Valgerður Sverrisdóttir (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég skil svar hv. þm. þannig að hún muni ekki treysta sér til þess að standa að framlagningu á EES-málum ef hún er ekki algerlega sátt við innihald frumvarpanna. Nú er það einu sinni svo að við erum aðilar að Evrópsku efnahagssvæði og meðan við erum það þá erum við bundin því að leggja fram þau EES-mál sem okkur berast. Þetta getur verið gallað en þetta er það sem við stöndum frammi fyrir og ég vil bara fá það alveg skýrt fram hjá hv. þm. hvort hún muni í væntanlega næstu ríkisstjórn standa að því að koma í veg fyrir að mál verði fram lögð ef henni líkar ekki innihaldið og ef um EES-mál er að ræða.