Þjóðminjalög

153. fundur
Föstudaginn 06. maí 1994, kl. 12:24:24 (7465)


[12:24]
     Valgerður Sverrisdóttir :
    Hæstv. forseti. Það er mjög fljótlegt. Ég ætlaði bara rétt að láta það koma fram að ég styð þetta mál eins og það liggur fyrir frá hv. menntmn.
    Ég skrifa reyndar undir nál. með fyrirvara og það var kannski til að hafa vaðið fyrir neðan mig ef fram kæmu brtt. á síðustu stundu en ég tel að þarna sé fyrst og fremst verið að taka á stjórnunarþætti málefna Þjóðminjasafns sem þurfti að gera bragarbót á og mæli því eindregið með því að þetta frv. verði samþykkt.