Stjórn fiskveiða

153. fundur
Föstudaginn 06. maí 1994, kl. 17:43:49 (7514)


[17:43]
     Steingrímur J. Sigfússon :
    Hæstv. forseti. Þessi brtt. gerir ráð fyrir lítils háttar breytingu á 1. gr. laganna um stjórn fiskveiða. Það er svo að frá upphafi hefur Alþb. barist fyrir því að sameign þjóðarinnar á auðlindum sjávarins væri viðurkennd, bæði í lögum og í reynd í framkvæmd. Við fluttum um það tillögur strax 1983 þegar kvótalög voru fyrst til afgreiðslu hér að ákvæði um sameign kæmi inn í lögin sem og síðar varð.
    Í ljósi þeirrar þróunar sem orðið hefur í þessum efnum á síðustu árum teljum við rétt að styrkja enn þetta ákvæði sem nú er í lögum með því að bæta inn í textann á viðeigandi stað orðunum ,,ígildi eignarréttar`` þannig að ljóst sé að úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögunum myndi hvorki eignarrétt, ígildi eignarréttar né óáfturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildunum. Út á það gengur þessi brtt. sem hér eru greidd atkvæði um.