Stjórn fiskveiða

153. fundur
Föstudaginn 06. maí 1994, kl. 17:59:39 (7522)


[17:59]
     Steingrímur J. Sigfússon :
    Hæstv. forseti. Í samræmi við þá grein sem samþykkt var hér áðan við síðustu atkvæðagreiðslu, þá fylgir með þessi breyting á 10. gr. sem gengur út á það að þau skip sem stunda veiðar utan landhelgi fái frádrátt og þurfi ekki að nýta jafnhátt hlutfall af sínum veiðiheimildum sjálf eins og önnur skip og nemi þessi frádráttur 5% fyrir hvern fullan mánuð. Við teljum skynsamlegt, þingmenn Alþb., að hvetja til þess að sótt sé á fjarlægari mið og þar með aukin okkar verðmætasköpun og erum því fylgjandi þessari grein.