Vernd og veiðar á villtum fuglum og spendýrum

153. fundur
Föstudaginn 06. maí 1994, kl. 19:16:07 (7550)

[19:16]
     Einar K. Guðfinnsson :
    Virðulegi forseti. Ýmislegt í upphaflegum brtt. meiri hluta umhvn. hefur vakið nokkra undrun svo ekki sé nú meira sagt og þar þykir mörgum gæta gríðarlegrar friðunaráráttu. Ég held þó að segja megi að það kasti nú tólfunum í þessari grein, 15. gr. Þetta ákvæði hefur orðið aðhlátursefni víðs vegar um landið. Ég held að Alþingi eigi ekki að samþykkja lög sem fyrst og fremst hafa orðið tilefni til aðhláturs og eru gjörsamlega tilefnislaus að öllu leyti. Ég tel þess vegna nauðsynlegt að fella þessa brtt. meiri hluta umhvn. þannig að eftir standi hin upphaflega og upprunalega tillögugrein frv., sem er mjög eðlileg, og ég mun þess vegna greiða atkvæði gegn þessari tillögu meiri hluta umhvn.