Jöfnun á flutningskostnaði olíuvara

154. fundur
Laugardaginn 07. maí 1994, kl. 11:48:21 (7614)

[11:48]
     Frsm. efh.- og viðskn. (Halldór Ásgrímsson) :
    Herra forseti. Ég mæli hér fyrir nefndaráliti á þskj. 1229 um jöfnun á flutningskostnaði olíuvara.
    Þetta mál hefur fengið ítarlega umfjöllun á Alþingi og nefndin hefur lagt í það allmikla vinnu, ekki aðeins núna heldur áður. Á þskj. 1230 er brtt. sem gerir ráð fyrir því að bensín verði jafnað á alla útsölustaði. Síðan eru í brtt. taldir upp útsölustaðir er varða dísilolíu.

    Ég vil hins vegar taka fram að það er í vinnslu frekari breyting á þessu máli til þess að um það geti verið sem best samkomulag. Það er hins vegar ekki tilbúið þannig að efh.- og viðskn. mun taka það til athugunar milli 2. og 3. umr. Til þess að ekki verði neinar tafir á málinu þótti okkur réttara að bíða þar til milli 2. og 3. umr. Efh.- og viðskn. mælir samhljóða með því að þetta frv. verði samþykkt en fjarverandi við afgreiðslu málsins var Sólveig Pétursdóttir.