Græn símanúmer

155. fundur
Laugardaginn 07. maí 1994, kl. 14:26:39 (7645)

[14:26]
     Frsm. meiri hluta samgn. (Pálmi Jónsson) :
    Virðulegi forseti. Samgn. hefur haft til athugunar till. til þál. um græn símanúmer hjá ráðuneytum og stofnunum ríkisins. Nefndin hefur fengið á fund sinn Jón Birgi Jónsson, ráðuneytisstjóra í samgrn. Þá bárust nefndinni nokkrar umsagnir sem yfirleitt voru jákvæðar.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt með svofelldri breytingu, með leyfi hæstv. forseta, þá orðist tillgr. svo:
    ,,Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að sjá til þess að á næsta ári verði komið upp grænum símanúmerum í öllum ráðuneytum Stjórnarráðsins og helstu stofnunum ríkisins.``
    Hv. þm. Guðni Ágústsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins. Jóhann Ársælsson og Stefán Guðmundsson skrifuðu undir nál. með fyrirvara.