Áburðarverksmiðja ríkisins

155. fundur
Laugardaginn 07. maí 1994, kl. 16:33:57 (7662)


[16:33]
     Kristín Ástgeirsdóttir (um fundarstjórn) :
    Virðulegi forseti. Hér hafa fundir staðið frá kl. níu í morgun. Þegar við mættum hér svo árla morguns þá var það í þeirri trú að þinginu mundi ljúka í dag. Nú er ljóst að það mun ekki gerast, það verða fundarhöld hér eftir helgina. Því fæ ég ekki séð hvaða ástæða er til að halda þessum umræðum áfram. Það er ekki svo brýnt að ljúka þessum tveimur málum og hér hafa verið fundir linnulaust alla vikuna og sannast sagna er komið nóg af svo góðu.
    Ég legg eindregið til, virðulegur forseti, að við frestum nú umræðum. Ég hygg að ég sé næst á mælendaskrá. Ég legg til að við frestum umræðum og þetta verði látið gott heita í dag og að við tökum svo upp þráðinn á mánudaginn.