Skuldastaða heimilanna

157. fundur
Þriðjudaginn 10. maí 1994, kl. 17:29:39 (7869)


[17:29]
     Ólafur Ragnar Grímsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Málið snýst ekki um það. Málið snýst um það hvort ríkisstjórnin hefur á síðustu árum aukið eða dregið úr misréttinu. Fjármagnseigendur hafa ekki orðið fyrir neinni kjaraskerðingu á þessum þremur árum. Við erum að fá tölur um mikinn hagnað margra stærri fyrirtækja landsins. Ég beini því til hæstv. félmrh. að hún hugleiði rækilega þessar tölur.