Gæsla íslenskra hafsbotnsréttinda

7. fundur
Fimmtudaginn 07. október 1993, kl. 12:49:48 (96)

[12:50]
     Utanríkisráðherra (Jón Baldvin Hannibalsson) (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Það er ekki við hæfi að ræða málefni einstakra embættismanna úr ræðustól á Alþingi. En að gefnu tilefni vil ég taka það fram að það hefur enginn embættismaður verið útilokaður frá störfum í utanrrn. Það hefur engum álitsgerðum verið hafnað. Álitsgerðir frá þeim þjóðréttarfræðingi sem

nefnur . . .   ( Forseti: Forseti verður að vekja athygli ræðumanns á því að hann á að veita andsvar við ræðu viðkomandi þingmanns en ekki það sem áður hefur komið fram á fundinum.) Ég er að veita andsvar við spurningum sem beint var til mín af ræðumanni. ( Forseti: Hv. 3. þm. Vesturl.?) Já. (Gripið fram í.) ( Forseti: Þá leyfist ráðherranum að halda áfram.) Ég þakka forseta innilega fyrir. ( Forseti: Forseti biðst afsökunar). Það hefur engum álitsgerðum verið hafnað og þær álitsgerðir hans sem varða þetta málefni liggja fyrir. Utanrrn. myndaði starfshóp lögfræðinga til þess að undirbúa viðræðurnar við Norðmenn og eins og eðlilegt er og mörg fordæmi eru fyrir þótti rétt og eðlilegt að leita líka eftir utanaðkomandi ráðgjöf, m.a. frá þjóðréttarfræðingi við Háskóla Íslands.