Rjúpnastofninn

10. fundur
Mánudaginn 11. október 1993, kl. 17:30:25 (167)


[17:30]
     Guðni Ágústsson :
    Hæstv. forseti. Ég vil þakka hv. þm. Valgerði Sverrisdóttur fyrir að taka þetta mál upp hér. Ég er sannfærður um að rjúpnastofninn hefur af einhverjum sökum orðið fyrir miklu áfalli og því er mikilvægt að hæstv. umhvrh. geri ráðstafanir. Það er enginn vafi að áföllin hafa verið mörg sem þessi stofn hefur orðið fyrir. Hann hefur orðið fyrir áföllum á varptíma. Það er enginn vafi að hernaður af hálfu skotveiðimanna er með ólíkindum. Ég skipti veiðimönnunum nákvæmlega í tvennt: Það eru annars vegar veiðimenn og hins vegar menn sem ferðast um með vopnabúr. Þetta sjáum við í kringum rjúpuna og þetta sjáum við ekki síður í kringum grágæsina þannig að það eru mjög miklar áhyggjur hvernig slíkir aðilar vaða um hálendið þegar líður á ágústmánuð.
    Ég vil segja það, hæstv. forseti, að ég er ekki viss um að stytting veiðitímans sé rétta leiðin. Ég

er sannfærður um að það hefði þurft tímabundna friðun og um leið að stofninn væri rannsakaður.
    Svo er það eitt atriði enn, hæstv. umhvrh., það er minkurinn. Hann er mikil ófriðarskepna á hálendinu í rjúpunni og heyrir undir hæstv. viðskrh.