Fjárlög 1994

11. fundur
Þriðjudaginn 12. október 1993, kl. 17:22:06 (201)


[17:22]
     Einar K. Guðfinnsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég hef afar þykkan skráp en ég verð að játa að það gengur nokkuð nærri mér þegar ég er oft kallaður framsóknarmaður á hverjum degi. En hitt er það að þessar hugmyndir mínar eru

kannski ekki nýjar af nálinni hvað mig áhrærir a.m.k., ég hef sjálfur skrifað um þessar hugmyndir og rökstutt þær í blaðagrein, m.a. í Morgunblaðinu, að vísu ekki með mjög mörgum orðum, og þar hefur sjálfsagt Framsfl. fengið þessa hugmynd. Þannig að ég mun auðvitað halda því bara áfram af því að ég vil vera sjálfum mér samkvæmur og tala fyrir þessu máli þar sem ég tel það vera viðeigandi og það verður sjálfsagt á landsfundi Sjálfstfl. eins og hvarvetna annars staðar.