Fjárlög 1994

11. fundur
Þriðjudaginn 12. október 1993, kl. 18:45:28 (215)


[18:45]
     Lára Margrét Ragnarsdóttir (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég vil aðeins leyfa mér að gera smá athugasemd við það sem ég nefndi í sambandi við heilsukortin. Ég vildi benda á að það væru hugsanlega fleiri leiðir til að ná þessum tekjum inn og reyndar óska ég eftir því að það verði leitað fleiri leiða til að ná frekari tekjum inn fyrir heilbrigðisþjónustuna heldur en með þeim meðölum sem virðast vera á borðinu í dag. Því eins og fram hefur komið hér í umræðunum höfum við ekki fengið nægilegar upplýsingar um það hvernig eigi að framkvæma þá tekjuöflun og ég vænti þess að það verði unnið að því á næstu vikum að finna þær leiðir.