Fjárlög 1994

11. fundur
Þriðjudaginn 12. október 1993, kl. 19:15:38 (219)


[19:15]
     Kristín Ástgeirsdóttir (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Ég vil þakka formanni fjárln. fyrir þessi svör. Ég held að það mikilvæga í þessu sé það að við reynum að meta reynsluna af þessari nýbreytni hér á þingi og reynum að átta okkur á því hvað við viljum með þessu vegna þess að það er auðvitað spurning hvort nefndir eigi að vera að verja miklum tíma og kröftum í að vinna í fjárlagafrv. ef það er svo ekkert gert með það. Ef eini ávinningurinn er bara okkar sjálfra. Ef það skilar sér ekki inn í sjálfa fjárlagavinnuna. Það er fyrst og fremst þetta sem mér finnst að við þingmenn allir eða öll eigum að hugleiða og ræða okkar í milli. Hver er reynslan? Viljum við halda þessu áfram og þá í hvaða formi?