Heilsukort

12. fundur
Miðvikudaginn 13. október 1993, kl. 13:50:15 (243)


[13:50]
     Heilbrigðisráðherra (Guðmundur Árni Stefánsson) :
    Virðulegi forseti. Mér er nú satt að segja til efs hvort það þjóni miklum tilgangi að reyna að skýra þetta öllu nánar. Ég vil hins vegar koma því að gagnvart hv. þm. að fyrst þarf auðvitað að stofna til útgjaldanna og þannig er það nú þegar einstaklingur lendir í óhappi og þarf að leita á náðir sjúkrahúsa eða heilsugæslustöðva, þá getur meðferðin auðvitað tekið einhvern tíma. Hann greiðir með öðrum orðum ekki fyrir fram og það hefur aldrei verið. Það gegnir öðru máli þegar afgreidd eru lyf yfir búðarborð. Þannig skulum við halda okkur við meginatriði þessa máls og ekki reyna að gera tiltölulega einföld mál flókin eins og virðulegur þingmaður reynir hér að gera.