Kostir þess að gera landið að einu kjördæmi

25. fundur
Fimmtudaginn 28. október 1993, kl. 16:54:44 (858)


[16:54]
     Kristinn H. Gunnarsson (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Það sem er auðvitað kjarni málsins er að menn eru fulltrúar fyrir ákveðna hagsmuni. Þessi tillaga gengur ekki út á að þjóna þeim hagsmunum sem ég tel mig standa fyrir. Ég tel þvert á móti að hún gangi gegn þeim hagsmunum að verja stöðu þeirra sem búa fjarri þessari byggð hér við Faxaflóa. Það er nákvæmlega það sem málið snýst um.
    Þessi tillaga eða sú hugmynd sem varpað er fram í þessari þáltill. gengur út á það að þéttbýlið hér við Faxaflóa muni og geti ráðið því meira og minna í framtíðinni hverjir sitja hér. Það er fyrir hagsmuni þeirra sem hér eru og gegn hagsmunum hinna sem annars staðar búa.