Húsaleigulög

28. fundur
Þriðjudaginn 02. nóvember 1993, kl. 15:53:06 (972)

[15:53]
     Geir H. Haarde (andsvar) :
    Ég held, hæstv. forseti, að það sé alveg nauðsynlegt að taka það skýrt fram að það eru auðvitað engin bein tengsl milli þess máls sem menn hafa verið að gera hér að umtalsefni, húsaleigubóta og þessa frv. og það er ekki rétt að gefa það í skyn að það sé ekki hægt að afgreiða þetta frv. sem hér er á dagskrá og gera það að lögum nema hitt málið sé með einhverjum hætti komið fram eða niðurstaða liggi fyrir í því. Það er algerlega annars eðlis. Hér er um að ræða grundvallarrammalöggjöf sem frv. sem hér er til umræðu gerir ráð fyrir og ekkert því til fyrirstöðu að afgreiða það mál sjálfstætt eins og frv. gerir ráð fyrir alveg án tillits til þess hvort húsaleigubætur verða hér einhvern tíma teknar upp eða ekki. Það er einfaldlega annað mál eins og ég hef margsagt.